Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 69
breiðfirðingur
G7
á spjöldum sögulegra minninga, þá munum við'kom-
ast að raun um, að liér á þessum skaga hafa alizt upp f jöldi
dáðadrengja, sem þjóðin mun blessa um aldir. Hvert
býli yzt á andnesi og innst í gróðursælum dal ber ljósan
votl um aíbafnalíf liðinna kynslóða, og við blessum allt
þeirra æfistarf, og minnumst þess að livert þessara býla
á sína sögu með sigrum þess og ósigrum, gleði og sorg,
lifi og dauða. — En blutverk okkar sem bér erum alin
er að gera býlin byggilegri fyrir næstu kynslóð, láta tvö
strá, eða öllu heldur þrjú gróa þar sem áður var eitt
og nota auðlindir Ægis til liins ýtrasta á öllum sviðum.
„Þá munu bætast harmasár þess horfna. Hugsjónir ræt-
ast, þá mun aftur morgna.“
Fósturjörðin lifi. Hún blómgist og blessist.“
Undir þetta var tekið af fólkinu, sem nú fór að tínast
ofan af fjallinu og hreppstjórinn sextugi bljóp eins og
unglingur ofan lausa skriðuna, sem gerði sitt til að flýta
ferð okkar niður að fjallsrótum.
Þegar allur hópurinn var kominn niður af fjallinu,
var gengið til hrossanna, er gæddu sér á gróðurflesjun-
um suðvestan á hálsinum. Þar var drukkið kaffi og kök-
ur, sem kaupfélagsstjórinn liafði verið svo bugulsamur
að talca með sér. Breiddi hann dúk á græna grundina og
huldi kökum og öðru góðgæti og bað fólkið að bjarga
sér sem bezt gengi, þó lágt væri boðið, og temja sér liáttu
dýranna i ótroðinni náttúrunni, og var það þakksamlega
þegið.
Að loknu þessu fjallagildi stigum við á bak og liéld-
um niður hálsinn til byggða. Var kvöldið milt og lað-
andi niður við vatnið, en þaðan bárust engilþýðir tónar
álftarinnar, og þrösturinn söng í runninum, rjúpan i mó-
brúnum sumarfötum trítlaði í götuskorningunum, með
tólf bústna og þriflega unga, og ærnar með lagðprúð
lömb undu sér í brekkum og ásum og gæddu sér á safa-
rikum gróðrinum.
Við áðum niðri í sveitinni og fórum i leiki, sem allir
5*