Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 111
BREIÐFIRÐINGUR 109
mannvænustu. Komust 5) til fullorðinsaldurs, 6 synir og
3 dætur. Þau voru:
1. Pétur, fæddur 23. jan. 1823, drukknaði 23. júli 1853,
ókvæntur, en átti einn son, Svein, annálaðan vaskleika-
mann, fyrir skömmu dáinn, 93 ára, átti fjölda afkomenda.
2. Jón eldri, bóndi í Skáleyjum, faðir Kristínar, ekkju
Jakobs, verzlunarstjóra í Flatey, Þorsteinssonar og Jó-
hannesar, bónda í Skáleyjum.
3. Jóbannes, dó ókvæntur og barnlaus.
4. Guðmundur, 5. Kristján, 6. Jón yngri. — Þessir
þrír seinasttöldu drukknuðu af sama bát 5. maí 1863.
Þeir voru allir kvæntir og áttu börn. Þau fluttu öll burt,
ýmist til Ameríku eða i aðra landshluta, svo að niðja þeirra
liefir ekki gætt um Breiðafjörð.
7. Anna, átti Jóbann bónda á Höllustöðum. Þeirra
börn: Magnús, dugandi bóndi í Svefneyjum, nú á Svarf-
bóli í Stafholtstungum og Sigurður söðlasmiður og bóndi
á Þverfelli í Saurbæ.
8. Guðrún, giftist ekki, en átti tvo syni með Jóni Pét-
urssyni í Skáleyjum, þá Pétur á Stökkum og Guðjón, at-
gervismann til líkama og lundar. Hann drukknaði á tví-
tugsaldri, ókvæntur og barnlaus.
9. Ólöf, sem bér verður nánar getið í stuttu máli. Hún
var elzt þeirra B'æjarsystkina, fædd i Svefneyjum 10. nóv.
1819. Hún ólst upp i foreldrahúsum, þar til bún giftist,
25. nóv. 1848, Pétri Steinssyni, (Hákarla-Steins). Þau
reistu bú í Skáleyjum og bjuggu þar meðan Pétur lifði,
en liann dó 3. júní 1886. Börn þeirra fimm, sem upp
komust, voru frábær að greind og glæsileik. Þau voru:
Kristín, dó frumvaxta, Pétur, drukknaði sama ár. Hann
var annar þeirra, er lengst velktist á kjölnum með Snæ-
birni Kristjánssyni, þá er hann missti menn sína í lend-
ingu á Iljallasandi; Einar þótti bera af systkinum sínum
og öðrum grönnum að glæsimennsku. Varð trésmíða-
meistari í Kaupmannaböfn. Brjálaðist þar. Var fluttur
bingað upp og dó fyrir skömmu, án þess að vitkast. María,