Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 94
92
breiðfirðingur
ríkisstjórnarinnar og nánustu ættingja Torfa um kaup á
Ólafsdal. En svo mikið bar á milli um verð jarðar og liúsa,
að fljótt slitnaði upp úr samningaumleitunum. Ríkisstjórn-
in taldi nú fullvíst, að Ólafsdalur myndi ekki koma framar
til greina sem skólasetur. Mál þetta var því enn óleyst og
deilurnar um skólastaðinn minnkuðu ekki. Þeim, sem mest
höfðu verið á móti Ólafsdal, sem skólasetri, þótti nú vænk-
ast ráð sitt.
Stefán frá Hvítadal lýsir réttilega þessu reiptogi um
skólastaðinn í vígsluljóðum Staðarfellsskólans 4. júní 1929:
„Og frúin hné til foldar móð,
fríðum sóma lilaðin.
Og enginn skóli upp hér stóð,
en ákaft deilt um staðinn . . . . “
Atburður sá, sem varð orsök þess, að kvennaskóli Her-
dísar og Ingileifar Benediktsen var reistur á Staðarfelli,
mun flestum þeim í fersku minni, er búsettir voru við
Breiðafjörð árið 1920, þótt liðin séu 24 ár síðan. — Þann 2.
október drukknaði skammt frá landi á Staðarfelli einka-
sonur hiónanna þar, Magnúsar Friðrikssonar og Soffíu
Gestsdóttur, fóstursonur jieirra og tvö vinnuhjú. Vinnu-
maðurinn hafði verið hjá þeim í 20 ár og vinnukonan í 9
ár. Atburði þessum skal ekki lýst hér, en vegna hans urðu
mikil umskipti á högum liúshændanna á Staðarfelli. Þau
tóku strax þá ákvörðun, að hætta búskan, selja búslóð og
jörð ásamt öllum mannvirkjum þar. Eftir nánari athugun
var þó ákveðið, i samráði við ættingja og vini, að bióða
ríkinu Staðarfell fvrir skólasetur kvennaskóla Herdísar
og Ingileifar Benediktsen. Með bréfi, dags. 5. marz 1921.
var boðizt til að láta Staðarfell af hendi, ef eftirfarandi
skilyrðum yrði fullnægt:
1. Giöfin skal halda uppi minningu Gests, sonar okkar
Staðarfellshjónanna og fóstursonar okkar, Magnúsar Guð-
finnssonar. Skal taka nöfn þeirra upp í reglugerð skólans,
þegar hún vérður samin.