Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 89
breiðfirðingur
87
að miklu leyti þakka hana ungfrú Ingibjörgu Jóhanns-
dóttur, sem hefir stjórnað skólanum undanfarin ár. Hún
hefir sýnt mikinn dugnað, árvekni og stjórnsemi í skóla-
haldinn. Jafnframt hefir hún sýnt mikla liagsýni við
innkaup á fæðuefnum, enda hefir fæðiskostnaður nem-
enda orðið minni en i öðrum skólum. Verður þetta allt
aldrei fullþakkað né launað.
Vrið uppsögn skólans vorið 1941 hélt Ásgeir Ásgeirs-
son, prófastur í Hvammi, fyrirlestur um fyrslu drög til
þessarar skólastofnunar. Hann skýrði frá þvi, að frú
Herdís Benediktsen, kaupmannsekkja frá Flatey á Breiða-
firði, hefði gefið meiri hluta eigna sinna — um 42 ])ús.
kr. — eftir siun dag til stofnunar skóla, sem helgaður
skyldi minningu Ingileifar Charlottu, sem frúin missti
síðasta barna sinna, nálega fulltíða að aldri. Jafnframt
rakti séra Ásgeir ætt frú Herdísar allýtarlega og skýrði
frá helztu dráttum í æfiferli hennar. Var fyrirlestur þessi
hinn fróðleeasti svo langt, sem hann náði, en margir
myndu vafalaust liafa kosið að lieyra sögu skólans rakta
lengra. Mörgu yngra fólki mun það t. d. litt kunnugt livaða
ástæður lágu til þess, að skólinn var reistur á Staðar-
felli og hver átti drýgstan þáttinn í þvi, að það var gert.
Er það ekki veigaminnsti þátturinn í sögu skólans, sér-
staklega fyrir Dalasýslu. Hún mun vera eina liéraðið á
landinu, sem liefir fengið myndarlegan skóla, án þess
að þurfa að leggja nokkuru evri af mörkum til stofnunar
hans eða starfrækslu. Margir aðrir staðir voru nefndir,
sem væntanleg skólasetur, en sérstök öfl gerðu það að
verkum, að þessi staður var valinn. — Verður nú saga
skólans rakin hér í aðaldráttum.
Upphafið að stofnun kvennaskólans á Staðarfelli, sem
heitir „Kvennaskóli Herdísar og Ingileifar Benediktsen“,
er þetta:
Frú Herdís Benediktsen, sem gaf mestar eigur sinar til
stofnunar þessa kvennaskóla, var dóttir Guðmundar
Sohevings, kaupmanns í Flatey á Breiðafirði og Halldóru