Breiðfirðingur - 01.04.1944, Blaðsíða 91
BREIÐFIRÐINGUR
89
skal gilda um þær kr. 500,00 sem ætlaðar eru Valgerði Frið-
riksdóttur og þær kr. 000,00, sem ég hefi gefið Bryndísi Zoéga,
auk þeirra hluta, sem hún fær af fjórðungsgjöfinni, svo framar-
lega sem þær eru dánar áður en gjöfin tilfellur, án þess að
láta eftir sig lífserfingja.
3. Að lokum ákveð ég, Herdís Benediktsen, sem minn síðasta
vilja, að þegar útfararkostnaður minn hefir verið heiðarlega
greiddur ásamt kostnaði þeim, er skiptin eftir mig hafa í för'
með sér og þegar framanskrifuðu hefir verið nákvæmlega full-
nægt, þá skulu allar eignir, sem eftir mig verða skuldlausar, eður
þrír fjórðu partar allra skuldlausra eigna minna, aðeins með þeim
takmörkum, sem ég hef ákveðið í 2. lið, ganga til skólastofnun-
ar kvénnaskóla á Vesturlandi, og er sú ráðstöfun min gjörð
bæði af einlægum vilja mínum og samkvæmt þeirri ósk, sem
einkadóttir mín elskuleg, Ingileif Sólborg Charlotta Benedikt-
sen, lét fleirum sinnum í Ijósi við mig, sem sinn hjartans vilja.
4. Þessi gjöf mín til kvennaskólastofnunar á Vesturlandi óska
ég, að beri nafn okkar mæðgnanna og heiti: „Minningarsjóður
Herdísar og Ingileifar Benedikfsen.“ Gjöfin skal vera undir stjórn
og umsjón landshöfðingjans yfir íslandi, og er það vilji minn,
að henni verði komið í konungleg ríkisskuldabréf, renturnar
lagðar upp í 10 ár og þeim bætt við höfuðstólinn, sem aldrei
má skerða, heldur aðeins má verja vöxtum hans til áminnstrar
skölastofnunar, eins og hann þá er orðinn, þangað til svo mikið
fé er fyrir hendi, að landshöfðinginn. eftir samráði við amtsráð
Vesturamtsins, álítur það nægilegt fé til þess að setja kvennaskól-
ann á stofn, svo hann geti tekið til starfa, án þess að höfuðstóll-
inn sé skertur.
5. Það er ósk mín, að fyrirkomulag hins fyrirhugaða kvenna-
skóla verði sem líkast kvennaskólanum á Ytri-Ey, eins og hann
nú er og að hann verði Settur í einhverri sýslunni i kringum
Breiðafiörð eða, verði þvi ekki viðkomið, þá í ísafjarðarsýslu
og verði því heldur ekki viðkomið, þá hvar sem hentast þætti
í Vesturamtinu. Allar þær ráðstafanir, sem að því hita að koma
skólanum á fót og ákveða fyrirkomulag hans, skulu gerðar af
landshöfðingjanum í samráði við amtsráð Vesturamtsins, og skal
skólinn, þegar hann er stofnsettur, ásamt höfuðstól hans og
árstekjum, sömuleiðis vera undir umsjón landshöfðingjans í
samráði við amtsráð Vesturamtsins.
Til staðfestu er nafn mitt, eiginhandarnafn undirritað í viður-
vist notarii publici.
Reykjavík, 15. janúar 1890.
Herdís Benediktsen.“