Breiðfirðingur - 01.04.1945, Page 9
BRKIÐFIRÐINGUR
7
Drangur við Bæjarey
í Klakkeyjum.
Ljósm.: Guðm. Thor-
oddsen, prófessor.
Ameríkumanni finnst mér alltaf skemmtilegt að hugsa
til þess, að sá sem fann Ameríku — Leifur heppni —
var Dalamaður, fæddur á Eiríksstöðum í Haukadal.
Norðmenn fyrir vestan vilja venjulega helga sér Lcif
Eiríksson. Eiríkur rauði var að vísu fæddur Norðmað-
ur, en þó liefir hann sennilega liúið meiri hluta æfi sinn-
ar á Grænlandi. Ég man, þegar Ásgeir Ásgeirsson var
fyrir vestan fyrir nokkrumj árum, 193(5 eða um það leyti.
Einliver var að spyrja liann að því, livort „kidnapping“-
aldan, sem þá geisaði í Ameriku, hefði ekki náð til ís-
lands, jiessi stórglæpur að ræna þekktu fólki, l. d. eins
og harni Lindberghs, og halda því þangað til mikið fé
var greitt fanganum til lausnar. Hann sagði, að enginii
„kidnapping“ ætti sér stað á íslandi, nema livað Norð-
menn væru alltaf að reyna að taka að sér Leif lieppna
og Snorra Sturluson.