Breiðfirðingur - 01.04.1991, Side 14
12
BREIÐFIRÐINGUR
garðinn undir hlíðinni ofan frá Hundadal, þar sem Þorvalds-
synir úr Vatnsfirði vörðust ofurefli og féllu, Þórður og
Snorri. Þá mælti Sturla Sighvatsson við Grím bónda í
Snóksdal, að hann skyldi taka við líkum þeirra bræðra;
bóndi taldist undan og kvaðst vera myrkfælinn, segir Sturla
Þórðarson. - Veit ég ekki hvort hér er einvörðungu stefnt að
því að bóndi sé líkhræddur eða eitthvað annað býr undir, en
nægan kjark hefur bóndi haft til að andmæla Sturlu Sighvats-
syni, ef rétt er hermt, og hafði Sturla þó ekki reynst
mönnum leiðitamur á þessum fundi. Halldór frá Kvenna-
brekku bauð að flytja lík þeirra bræðra til sín, og lét Sturla
sér það lynda: „Ger það sama“, sagði hann við Halldór, „því
að þú munt skjótt kalla þá helga“." Sonur Gríms bónda ætla
menn að hafi verið Sigurður Grímsson á Syðra-Rauðamel,
sem kallaður var snókur.12
Við lok þjóðveldistímans fækkar frásögnum, og verður
ekki eingöngu skýrt með því að færra gerist frásagnavert. Til
að minna á það er klausa í Flateyjarannál árið 1381: „Víg
Guttorms Ormssonar á sunnudaginn í fardögum í Snóksdal.
Vó hann Þorsteinn Jónsson.“13 Guttormur bjó í Þykkva-
skógi, að sagt er, sonur Orms lögmanns Snorrasonar á
Skarði, þess sem var í norðurför með Smiði hirðstjóra
Andréssyni og minnisstæður hefur orðið af skopi Snjólfs
skálds í kvæði hans um Grundarbardaga.
Sonur Guttorms var að menn ætla Loftur ríki hirðstjóri á
Skarði. Lfm tildrög að vígi Guttorms þennan sunnudag í
Snóksdal vita menn ekki.14
Ur máldögum og Jarðabók
Máldagar eru helstu heimildir um einstakar kirkjur á mið-
öldum. í þeim eru eignir kirkna taldar, frá því sagt hvaða
dýrlingi eða dýrlingum kirkjan er helguð, hvað margir
prestar skuli þjóna henni og annað fleira. Má stundum
rekja, hvernig eignir kirkna aukast smám saman og bætist
við það sem lagt var til í upphafi eða er í elstum varðveittum
máldögum. Það rýrir gildi máldaga, að þeir eru iðulega varð-