Breiðfirðingur - 01.04.1991, Blaðsíða 124
122
BREIÐFIRÐINGUR
allt árið um kring, þegar allri hennar mjólk er til þess haldið,
20 fjórðunga smjörs, [ca. 100 kg.], 4 tunnur skyrs frekar
(eftir gömlu íslensku tunnumáli þegar hver tunna á að taka
12 fjórðunga, eða 120 potta) og nærri því fullar 11 tunnur
sýru, eftir sama mæli.“ (Rit Björns Halldórssonar, útg. af
Búnaðarfélagi íslands 1983, bls. 144).
Þessir útreikningar miðast að sjálfsögðu við mun lægri árs-
nyt en nú er algengast. Samkvæmt áliti fróðra manna var
meðalkýrnyt í lok 18. aldar vart yfir 1400 potta á ári og geta
þá menn reiknað út hverju munar þarna nú á dögum miðað
við fyrri aldir.
Nokkrar heimildir hafa varðveist um birgðir mjólkurmatar
á stærri bæjum áður fyrr.
Mikill bæjarbruni varð á Staðarfelli 4. febr. 1808. í sam-
tímafrásögn segir að þar hafi brunnið 60 fjórðungar smjörs,
þ.e. um 300 kg. og 12 tunnur af skyri. Stórbú var á þessum
tíma á Staðarfelli, en þetta skeði á tíð Benedikts Bogasonar,
er þar bjó árin 1772-1819.
Ef augum er rennt enn lengra aftur, t.d. til 16. aldar, þá
eru traustar heimildir fyrir hendi þar sem eru dánarbúsreikn-
ingar Daða sýslumanns Guðmundssonar í Snóksdal. Daði
andaðist árið 1563. Hann var eins og allir vita einn þekktasti
íslendingur sinnar aldar. Hitt vita trúlega færri, hversu gífur-
leg efni voru samankomin á búi hans í Snóksdal, þar á meðal
í mjólkurafurðum. Daði hafði bú á fimm jörðum, þ.e. Óspaks-
eyri í Bitru, Knarrarhöfn í Hvammssveit, Sauðafelli í Mið-
dölum, Síðumúla í Borgarfirði og í Snóksdal. Auk þess átti
hann tugi jarða út um allt og nokkur hundruð kvígilda, sem
jörðunum fylgdu.
í Snóksdal voru tvö hús, er geymdu eingöngu smjör, hét
annað Smjörhús en hitt Nýjaskemma. Þeir sem önnuðust
uppskrift dánarbúsins mældu ummál smjörsins en vigtuðu
ekki. Við lauslega ágiskun virðist smjörið í húsunum
tveimur hafa verið ca 30 rúmmetrar, en 17 vættir smjörs
voru til á staðnum utan þess er geymt var í húsum þessum.
Á búi Daða í Knarrarhöfn voru skrifuð upp ámur og sáir,