Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 87
HJÓNIN í ÁSGARÐI
85
„En aðalorsökin að þessari farsælu lánastarfsemi spari-
sjóðsins öll þessi liðnu ár er sú, að stjórninni og sérstaklega
gjaldkera var svo vel kunnugt um efnahag og greiðslugetu
lántakenda í sýslunni, að aldrei var rennt blint í sjóinn um
lánveitingar og alltaf var fylgt þeirri föstu reglu að líða
heldur um afborganir og vexti og bíða eftir greiðslu en að
ganga hlífðarlaust að mönnum“.
Þetta segir séra Ásgeir, sem var í stjórn sjóðsins í 38 ár og
formaður hans í 32 ár. Faðir minn var gjaldkeri sjóðsins frá
1905-1942. Hann þótti góður reikningshaldari og skrifaði
skýra og fallega hönd. Hann var stálminnugur og þekkti sýsl-
unga sína. Séra Ásgeir var alltaf tíma úr vetri heima hjá for-
eldrum mínum. Þá vann hann að ársuppgjöri sparisjóðsins.
Hann þótti glöggur fjármálamaður, góður prestur og virðu-
legur.
Þá voru lengi endurskoðendur sjóðsins Benedikt Magnús-
son hreppstjóri, Tjaldanesi, og Þorgils Friðriksson oddviti,
Knarrarhöfn. Ég man þessa mætu menn mjög vel. Þeir voru
kátir og hressir og skildu eftir í huga mínum skemmtilegar
og góðar minningar. Það var alltaf glatt á hjalla þegar þeir
voru að endurskoða og stundum spilaður „lander“ á kvöldin.
Kaupfélag Hvammsfjarðar var stofnað árið 1900. Það var
eitt af mörgum kaupfélögum sem komu í kjölfar Verslunar-
félags Dalasýslu. Faðir minn var í stjórn Kaupfélags
Hvammsfjarðar í 34 ár og formaður þess frá 1919 til dauða-
dags. Þetta tímabil var Jón Þorleifsson kaupfélagsstjóri.
Hann var í hvívetna gætinn og vandaður og hugsaði vel um
heill og hag félagsins. Það var ekki létt verk að ráða fram úr
málum félagsins eftir harðindaárin frá 1918-1920. í annálum
er árinu 1918 þannig lýst:
„Firna frosthörkur öndvert ár, úrslit sambandsmálsins,
Kötlugos og drepsóttin spanska.'1
Veturinn hlaut nafnið „Frostavetur“. Þá voru innfirðir ísi-
lagðir fram á sumar. Vorið og sumarið kalt, svo klaki hélst í
jörðu. En veturinn á eftir var mildur, enda kom það sér vel,
því hey voru lítil. Sumarið 1919 var votviðrasamt og hey-