Breiðfirðingur - 01.04.1991, Síða 20
18
BREIÐFIRÐTNGUR
Gissur Einarsson biskup í Skálholti lést í marsmánuði
1548, og þá var skammt að bíða að drægi til tíðinda. Þar
lenti Daði í miðri hringiðu atburðanna. Verður að stikla á
stóru. Þegar biskupslaust var orðið í Skálholti, hafa menn
skipað sér í flokka syðra, sumir vildu efla kaþólskan sið á ný,
aðrir voru fylgismenn siðaskipta, en ýmsir hafa verið á
báðum áttum. Norður á Hólum sat Jón Arason síðastur
kaþólskra manna á biskupsstóli, og hefur honum þótt fýsi-
legt að taka höndum saman við kaþólska menn syðra og
rétta við fornan sið í Skálholtsbiskupsdæmi. Hann ritar bréf
í Kalmannstungu skömmu eftir fráfall Gissurar og býðst til
að „styrkja heilaga Skálholtskirkju með öll góð ráð og tillög-
ur“. Jafnframt býðst hann til að gera biskupslegt embætti í
Skálholtsbiskupsdæmi, eftir því sem sem hann megi við
koma og góðir menn um biðji.32 Þá um sumarið hefur verið
boðuð almenn prestastefna syðra og skyldi kjósa biskup.
„Komu saman leikir og lærðir í Skálholti, að útvelja
biskup“, segir séra Jón Egilsson síðar, „og var lengi að þeir
urðu ekki ásáttir vegna siðanna.“33 Til þessa fundar kom Jón
biskup Arason með flokk manna að norðan. Þar var þá Daði
Guðmundsson í Snóksdal fyrir. Eins og nærri má geta gátu
siðbreytingarmenn ekki sætt sig við kaþólskt biskupsefni, og
tók Gísli Jónsson síðar biskup af skarið. Þeir völdu af sinni
hálfu Martein Einarsson frá Staðarstað, sem var mágur
Daða Guðmundssonar, bróðir Guðrúnar í Snóksdal, eigin-
konu Daða. En kaþólskir prestar völdu Sigvarð ábóta í
Þykkvabæ í Ven til biskups og var kjörbréf hans ritað í Skál-
holti 27. júní 1548. Jafnframt var Jón Arason kosinn
umsjónarmaður (administrator) Skálholtsbiskupsdæmis
með fullu biskupsvaldi, meðan þörf krefði, þ.e.a.s. þar til
Sigvarður ábóti væri vígður.
Þá hefur Jóni biskupi Arasyni þótt serp hann hefði fullan
lagalegan rétt og væri sér raunar skylt að gera biskupslegt
embætti í Skálholti og lagfæra það sem þar hafði farið
úrskeiðis að dómi kaþólskra manna. Úr því varð samt ekki
að sinni, og var staðurinn varinn Jóni og mönnum hans með