Breiðfirðingur - 01.04.1991, Blaðsíða 157
FRIÐUN ÆÐARFUGLS 1849
155
fellssýslu, hver með 10 atkvæðum, og Þórður Jónasson
(1800-1880) yfirdómari með 9 atkvæðum.26)
Á 4. fundi, 5. júlí 1847, lagði forseti fram bænarskrá frá
Suður-Múlasýslu um friðun æðarfugls með 8 undirskrift-
um,27)og var hún afhent nefnd þeirri sem kosin var til íhug-
unar á veiðilögum fyrir ísland.2X)
Hið konunglega Frumvarp til veiðilaga á íslandi er í 21
grein og er í nokkrum þeirra minnst á æðarfuglinn. 11.
greinin er sú sem mestu máli skiptir hvað hann snertir, og er
hún á þessa leið:
Einginn má nokkurstaðar á íslandi drepa æðarfugl, á sjó
eða landi, á sinni jörð eða annara, með skotum eða
hundum eða netum eða nokkrum öðrum hætti. Brjóti
nokkur af ásettu ráði hér í mót, skal hann gjalda í sjóð
hreppsins 48 sk. fyrir hvern fugl, sem drepinn er, og þar
á ofan sektir eptir 5. 12. 13. eða 14. grein, eptir því sem
á stendur, og skaða bætur eptir því sem óvilhallir menn
meta.29)
Við greinarnar um veiðilögin, þær þeirra sem snerta æðar-
fuglinn, gerði nefndin engar athugasemdir eða breytingar
sem heitið gæti, og fóru þær þannig í gegnum þingið, og
urðu að lögum með tilskipun frá konungi, dagsettri að Frið-
riksborgarhöll 20. júní 1849 og undirrituð af Friðriki kon-
ungi sjöunda.30)
Bænarskrár varðandi friðun æðarfuglsins komu sem vænta
mátti úr þeim sýslum landsins þar sem einna mest var um
æðarvarp og dúntekju, og þá einnig bænarskrárnar um það
að stunda mætti veiði á þessum fugli samkvæmt fornum
venjum eða lögum.
Lokaorð
Tímarnir höfðu breyst og einnig aðferðirnar við veiðarn-
ar. Fað mun einkum hafa verið um eða uppúr 1820 að menn
fengu byssur í hendurnar og gátu skotið fuglinn hvar og
hvenær sem var, ef hann var „í færi“. Það hefur að sjálf-