Breiðfirðingur - 01.04.1991, Blaðsíða 23
í SNÓKSDAL
21
kallaður var refur eða rebbi, lögréttumaður frá Búðardal á
Skarðsströnd.w Segir svo frá í ættartölubókum frá 17. öld,
að biskupssynir sátu með flokk sinn á Staðarstað. Reið þá
um farinn veg maður Daða Guðmundssonar í Snóksdal og
slapp hann óvart hjá þeim, og þó þeir léti ríða eftir honum,
þá dró hans góður hestur þó svo ört undan þeim, að þeir
höfðu hans ekki meira. En þessi maður var Jón Sigurðsson
refur og reið lífhesti Daða, Markúsar-Brún, hafði hann
bundið hestinn á Stað í einu húsasundi á bak til við bæinn,
gekk svo til •Stofu og sat yst við dyr og hlýddi á ráðagjörðir
þeirra biskupssona, til þess að rökkva tók, læddist hann þá í
burtu, en þeir söknuðu brátt mannsins, og spurði fyrirmað-
urinn, hver sá maður hefði verið sem yst hefði setið svo
hljóður og væri genginn út; þeir sögðu hann ei þekkt hafa;
voru menn sendir út að kalla á hann, en þeir sögðust ei finna
hann, en maður einn riði vakurt á brúnum hesti á Staðar-
holti. Biskupssynir sögðu, það mundi vera einn maður
Daða, sendur til njósnar og skipuðu fjórum mönnum að ríða
bestu hestum eftir honum. Þetta var Jón rebbi og reið hann
suður flóa. Var þá flæður í flóann og varð hann að ríða á
sund, og við bakkann, þar hann stefndi á land var djúpast;
hann sló þá keyri sínu millum eyrna á hestinum, stökk hann
þá upp á bakkann með Jón, og urðu hinir frá að snúa; en
hann kvaddi þá með kallsi; reið svo upp að Hofstöðum, og
svo inn Kerlingarskarð og heim Skógaströnd, en menn bisk-
upssona leituðu heim undir Hafursfell. Eftir það riðu þeir
bræður séra Björn og Ari með miklu fjölmenni inn Rauða-
melsssheiði og Norðlingaveg um Vestliðaeyri. Segir sagan
að þeir hafi tjaldað nærri túninu í Snóksdal, en riðu ekki
heim, þegar þeim varð ljóst að Daði var við þeim búinn. Pá
er það í frásögur fært, að Guðrún Einarsdóttir, kona Daða,
hafi gengið út til þeirra biskupssona og beðið þeir gæfi
lausan og á hennar vald herra Martein Einarsson, bróður
hennar, en þeir kváðu hana hafa barna skap.39
Daði í Snóksdal hafði sýslur af konungi og traust mikið.
Hjá hirðstjóranum Kristófer Hvítfeld fékk Daði verndarbréf