Breiðfirðingur - 01.04.1991, Síða 156
154
BREIÐFIRÐINGUR
„eðli æðarfuglsins“, hvernig best sé að koma upp æðarvarpi
og hvernig best sé að verja það fyrir ref, erni og hrafni, og
fyrir svartbaki, sem talinn er vera skæðasti óvinur æðarfugls-
ins.21) Þar eru einnig gefin ráð um það hvenær eggjatínsla á
að fara fram og með hvaða hætti, og eins varðandi geymslu
á þeim. Par segir einnig í neðanmálsgrein:
Árið 1779 telja menn að fluzt hafi úr landinu 2,080 pund,
en árið 1806, 2,184 pund, hefir þá dún(n)inn á 27 ára
tíma aukizt að eins um frek 100 pund. Nú má fullyrða, að
árlega flytjist af landi héðan 6,000 pund, hefir þá
dún(n)inn vaxið, eptir þessu, í 40 árin seinustu um 3,816
pund.22)
í þriðja árgangi Gests Vestfirðings, 1849, er aðsend grein
um „Dúnhreinsunar aðferð við grænlenzku verzlunina“23),
og má vera að hún hafi komið mönnum að einhverjum
notum.
Á árunum 1843 til 1856 er greint frá því í Nýjum Félags-
ritum, í „Varningsskrá“, hversu mikið kom árlega til Kaup-
mannahafnar af hreinsuðum æðardúni frá Islandi. Voru þar
árin 1850 og 1851 hæst með um 7000 pund hvort árið.24)
í Fréttum frá íslandi segir eftirfarandi:
Æðarvarp gekk hvarvetna í betra lagi næstliðið ár; þess
má geta hjer, að ýmsir hafa gjört tilraunir til að búa til
varphólma og koma upp hjá sjer æðarvarpi, og hefur það
tekizt furðanlega vel; enn fremur hafa margir bætt og
aukið æðarvarp sitt að miklum mun.25)
Enginn má nokkurstaðar
Á 2. fundi Alþingis 2. júlí 1847 lagði forseti þingsins,
Fórður Sveinbjörnsson, fram konunglegt frumvarp til veiði-
laga á íslandi. Var þegar í stað kosin nefnd í málið og voru
þessir kosnir: Jón Sigurðsson þingmaður Isafjarðarsýslu
með 13 atkvæðum, Jón Johnsen yfirdómari, Þorvaldur
Sívertsen umboðsmaður, þingmaður Dalasýslu og Jón Guð-
mundsson (1807-1875) síðar ritstjóri, þingmaður Skafta-