Breiðfirðingur - 01.04.1991, Síða 17
í SNÓKSDAL
15
geirsstaðahlíð sem liggur á milli Hörðabóls og Hrafnabjarga
hafi verið haldið hálft kóngseign, en hálft Snóksdalskirkju-
27
eign.
Daði bóndi og Jón biskup Arason
Sextánda öldin var öld umbrota og umróts í trúarefnum.
Gömul og gróin sannindi voru endurmetin, og viðhorf
manna breyttust. Innan kirkjunnar var tekist á um fornan
sið og nýjan, og áttu margir hagsmuna að gæta, konungs-
valdið ekki síst, en veraldlegir höfðingjar og kirkjuvöld líka.
Hér innanlands risu öldur siðaskiptanna einna hæst á
árunum 1548-1550; þá urðu atburðir sem hafa verið hug-
stæðir sagnamönnum þjóðarinnar og skáldum jafnan síðan.
Hlutverk bóndans í Snóksdal í þessum hildarleik var með
þeim hætti, að staldra verður við, þegar minnst er sögu stað-
arins.
Daði Guðmundsson í Snóksdal var af bændaættum, sonur
Guðmundar Finnssonar lögréttumanns í Snóksdal og Þór-
unnar Daðadóttur, faðir hans frá Ljárskógum, en Þórunn
dóttir Daða sýslumanns Arasonar, bróður Torfa Arasonar
hirðstjóra.28 Faðir þeirra bræðra var Ari Daðason sem mun
hafa búið í Snóksdal, stundum nefndur Dalaskalli. Og er þá
komið aftur á fyrra hluta 15. aldar.
Daði Guðmundsson var að líkindum fæddur nærri alda-
mótum 1500, og bar nafn móðurföður síns Daða Arasonar.
Samtímaheimildir jafnt sem sagnir benda til þess að hann
hafi verið maður stórbrotinn og óvæginn, ef því var að
skipta. Hann átti eignir miklar, og er sagt hann væri harð-
drægur í viðskiptum. Eftirminnilegar eru sagnir sem séra
Jón Gissurarson prestur á Núpi í Dýrafirði (á fyrra hluta 17.
aldar) skrásetti, hálfbróðir Brynjólfs biskups Sveinssonar.
Skyldi að vísu haft í huga, að móðir Jóns Gissurarsonar og
Brynjólfs biskups var Ragnheiður, dóttir Staðarhóls- Páls og
Helgu Aradóttur Jónssonar biskups á Hólum, en þeir Páll og
Daði höfðu fyrrum tekist á um Staðarhólinn af miklu harð-
fylgi, svo að jafnvel er talið að rógur Páls hafi orðið til að