Breiðfirðingur - 01.04.1991, Blaðsíða 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
Undirbúningur
Ekki hefur orðið úr kirkjubyggingu í Snóksdal 1874, enda
lést Kristján á Gunnarsstöðum 1. ágúst þá um sumarið.
Lætur prófastur þess getið í vísitasíu 24. sept. 1874, að ráð-
stöfun um endurbyggingu kirkjunnar verði fyrst um sinn að
dragast, meðan ekki sé gengið frá dánarbúi.
Þess var þó ekki langt að bíða að hafist væri handa. Með
bréfi dagsettu 24. okt. 1874 fór Kristján Kristjánsson bóndi
á Dunk þess á leit, sem ráðamaður ekkju Kristjáns sál. Guð-
brandssonar frá Gunnarsstöðum og eftir ósk hennar og sam-
eignarmanna hennar að Snóksdalseigninni, umsjónarmaður
Snóksdalskirkju, að prófastur fengi leyfi biskups til að ný
kirkja væri byggð, og í annan stað að prófastur tilnefndi
menn til að virða viði gömlu kirkjunnar og útvegaði sam-
þykki biskups til þess að hlutaðeigendur fengju viðinn til
umráða eftir mati, og þyrfti ekki að koma til uppboðs. Pró-
fasturinn séra Jón Guttormsson tilnefndi Kristján Tómasson
hreppstjóra á Þorbergsstöðum og Guðna Jónsson á Bakka,
fyrrum hreppstjóra, til að virða, og virtu þeir allan nagl-
fastan við að fráskildum grátum, altari og predikunarstól á
190 ríkisdali. Mælti prófastur fram með því við biskup í bréfi
1. des.1874,72 að eigendur fengju gömlu kirkjuna við þessu
verði. Kristján bóndi á Dunk, sem nú hafði umsjón með
Snóksdalskirkju, var tengdasonur Kristjáns Guðbrands-
sonar frá Gunnarsstöðum, átti Ingiríði dóttur hans fyrir
konu.
Ný kirkja 1875
í skýrslu séra Jóns Guttormssonar prófasts til biskups 23.
febr. 1875 er Snóksdalskirkja ennþá „timburhús í laklegu
standi og ákveðið að byggist hið fyrsta við verður komið.“
Aftur sendi prófastur skýrslu í byrjun marsmánaðar 1876, og
var þá ný kirkja risin í Snóksdal. Hún hefur verið byggð árið
1875. I vísitasíu 19. ágúst 1876 kom séra Jóni Guttormssyni
nýja kirkjan þannig fyrir sjónir: