Breiðfirðingur - 01.04.1991, Qupperneq 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
á Sauðafelli fyrirspurn Þorsteins Þórðarsonar í Hvammi,
setts prófasts, um það hvort hálfkirkjan á Dunk „væri nauð-
synleg að henni væri viðhaldið“. Lýsir sóknarprestur skoðun
sinni í alllöngu máli, að hálfkirkjan á Dunk sé ei alleina
nauðsynleg til að þar sé framin embættisgjörð tvisvar á ári,
þá heimilisfólkið sé til altaris, svo sem hingað til hafi verið,
heldur stór nauðsyn að þar væri oftar messað á vetrardag en
tvisvar eða þrisvar, þegar snjór og ófærð til falli og örðugur
vegur og langur yfirferðar sé til sóknarkirkju í Snóksdal,
fimm bæir liggi hvað lengst frá kirkjunni: Gunnarsstaðir,
Dunkurbakki, Dunk, Álfatraðir og Gautastaðir; frá Gunn-
arsstöðum og Dunkurbakka sé að sækja yfir þrjár ár, sem
verði oftlega ófærar bæði um vetrar og vortíma, og þó að ein
áin sé fær, geti hinar verið ófærar, svo að fólk megi oftlega
snúa heim aftur við svo búið.66
Dunkurkirkja stóð enn um stund þótt nú nálgist endalok.
Örlög kirkjunnar voru ráðin á manntalsþingi 4. júní 1765.
Skömmu síðar var hún aflögð og hefur verið kirkjulaust í
Hörðudal síðan, sem mun vera fátítt, að ekki sé kirkja innan
sveitar. Að vísu ætti kirkjuleysið ekki að saka á þessum
tímum, þegar ár eru brúaðar og vegir oftast greiðfærir.
Viðhald kirkjugarðsveggja og fleira
Snóksdalskirkja var bændakirkja, eigendur Snóksdals
önnuðust viðhald hennar og eignir og gerðu biskupi og próf-
asti reikningsskil. Eftir reglugjörð 17. júlí 1782 áttu þó sókn-
arbændur sjálfir að hlaða kirkjuveggi, þekja kirkjuna og
flytja að henni við, þegar stórviðgerðir voru eða nýbygging.
Um kirkjugarðinn sáu sóknarbændur.67 Mun það hafa
gengið upp og niður hér sem víðar. Skörð komu í garð-
hleðslu án þess að að væri gert, og dróst að lagfæra sáluhlið.
Varð að lokum fangaráð kirkjuyfirvalda að skipta kirkju-
garði milli sóknarbænda eftir ákveðnum reglum. Garðinum
í Snóksdal skipti prófastur upp í vísitasíu 30. júní 1786. Pá
mældist garðurinn um 65 faðmar ummáls, og reiknaðist 1
faðmur og hálft kvartél álnar á hver 6 hundruð jarðar, 8