Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 58
56
BREIÐFIRÐINGUR
Núverandi sóknarnefnd skipa Erlingur Guðmundsson,
Hörðubóli, sem er formaður, Kristín Kristjánsdóttir, Álfa-
tröðum, og Guðmundur Jónsson, Ketilsstöðum. Safnaðar-
fulltrúi er Guðný Jónasdóttir, Geirshlíð. Vill nú byggingar-
nefnd afhenda sóknarnefnd og söfnuði kirkjuhúsið og telur
störfum sínum lokið. Jafnframt þakkar hún öllum sem hér
hafa lagt hönd að, minnist sérstaklega hæfileika og dugnaðar
smiðsins, Þorvalds Brynjólfssonar.
Þar með lýkur greinargerð Guðmundar á Hamraendum,
og er mál til komið að ég þakki fyrir mig. Vil ég að lokum
óska kirkju og söfnuði heilla á komandi tímum. Eg kveð
ykkur með þá von í brjósti að hér um sveitir megi takast að
halda uppi mannlífi með þori og þrótti sem gengnar kyn-
slóðir sýndu oftsinnis þegar mikið lá við og á móti blés. Lifið
heil um alla framtíð, og megi blómleg byggð haldast um
breiðar byggðir þessa lands og héraðsbúar njóta velsældar
og fagnaðarfunda sem lengst og oftast. Ég flyt ykkur hug-
heilar heillaóskir fyrir hönd okkar mörgu sem horfin erum
úr héraði, en hugsum heim.
VÍSUN TIL HEIMILDA
1. Ian J. Kirby. Biblical quolalion in old lcelandic-Norwegian religous lit-
erature. I. Rv. 1976. 341. Tilvitnun þessi er úr Norsku hómilíubókinni
frá því um 1200.
2. Hemings þáttur Áslákssonar. Edited by Gillian Fellows Jensen. Kbh.
1962. 21-25 og 26-30. (Editiones Arnamagnæanæ. Series B. vol. 3).
Hemings þáttur er einnig prentaður í VII. bindi íslendinga sagna, sem
komu út á vegum Islendingasagnaútgáfunnar.
3. Jakob Benediktsson. „Reliker, Island.“ Kulturhistorisk leksikon for
nordisk middelalder. XIV. Rv. 1969. 54; Jón Helgason. Jón Ólafsson
frá Crunnavík. Kbh. 1926. 279. (Safn Fræðafélags. V.).
4. Diplomatarium Islandicum. íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að
halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta
ísland eða íslenzka menn. VII. Rv. 1903-1907. 460. (Vitnað til hér á
eftir með skammstöfun: Dl.).
5. Katalog over den Arnamagnœanske hándskriftsamling. Udgivet af
Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat. II. Kbh. 1892. 74.
6. Jón Jóhannesson. íslendinga saga. I. Rv. 1956. 199 og 201.
7. Dl. XII. 1, 12.