Breiðfirðingur - 01.04.1991, Blaðsíða 150
148
BREIÐFIRÐINGUR
samkvæmt fyrirmælum Jónsbókarlaga. Tvær voru úr Eyja-
fjarðarsýslu og tvær úr Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu.2’
Þrjár bænarskrár bárust Alþingi úr Norður- og Suður-Þing-
eyjarsýslum með beiðni um að útvega konunglegt lagaboð
um friðun æðarfugls á íslandi.3) Vildi forseti að málið færi í
hendur nefndar er konungsfulltrúi ætti að skipa samkvæmt
úrskurði konungs, dags. 23. apríl 1845, er m.a. skyldi íhuga
veiðilög fyrir ísland, en hann ákvað að láta þingið skera úr
um það.4)
Bardenfleth konungsfulltrúi kvaðst vilja gefa alþingismönn-
um nokkrar leiðbeiningar í þessu máli. Hann kvað Bjarna
heitinn Thorarensen (1786-1841) amtmann hafa árið 1839
borið upp frumvarp um ný veiðilög á nefndarfundi embættis-
manna í Reykjavík, er einkum hafi lotið að því að friða
betur æðarvarp hér á landi.5) Embættismannanefndin hafi
ekki getað fallist á frumvarpið að því leyti sem það snerti
almenn veiðilög, það mætti bíða þar til lokið væri endur-
skoðun Jónsbókar.6)
Konungsfulltrúinn gat þess að komið hefði til lagadeilna
milli eiganda Laxamýrar og 22 manna í Suður-Þingeyjar-
sýslu, á Tjörnesi, í Húsavík og Naustavík, út af drápi og neta-
veiðum á æðarfugli. Mál þetta hefði farið fyrir kansellíið
(stjórnarskrifstofu) og því þótt hlýða að hafa samband við
rentukammerið (fjármálaráðuneytið), sem áleit að ekki ætti
að gefa út ný lög einungis um friðhelgi æðarfugls, en þótti
vel til fallið að hin almennu veiðilög og lögin um friðhelgi
æðarfugls, sem bæði væru óljós og á sundrungu, væru tínd
saman í eina almenna tilskipun. Kansellíið hefði fallist á
þetta og selt sér í hendur skjöl þau er snertu málefnið til að
fá þau í hendur væntanlegri nefnd.7)
bórður Sveinbjörnsson (1786-1856) yfirdómari, varafor-
seti þingsins, konungkjörinn, kvaðst engan veginn geta fall-
ist á tillögu konungsfulltrúa, málið væri áríðandi fyrir landið og
þyldi ekki bið. Varpstaði taldi hann gefa af sér á ári í dúni og
eggjum full 30-40 þúsund rbd., ríkisbankadali, og gæti tvö-
faldast ef fuglinn væri friðaður, eins árs bið og eins árs