Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 106
Kristinn B. Gíslason:
Sjávarskrímsli
Ég sem skrifa þessar línur er fæddur og uppalinn í Breiða-
fjarðareyjum. Þegar ég man fyrst eftir mér fyrir 60-70 árum
mátti þar teljast blómleg byggð. Mannmargt var í flestum
byggðum eyjum, því hlunnindi og sjávarfang gerðu það að
verkum, að þar var jafnan mikið og gott að borða, sem fólk
mat að verðleikum, en var því miður ekki allstaðar fyrir
hendi á þeim árum.
Eitt af því sem mér er fast í minni frá bernskuárunum eru
sögurnar um skrímslin og fjörulallana, sem víða áttu að hafa
sést í eyjunum og sumt fólk komist í kast við. Fjörulallarnir
voru sagðir á stærð við kind og álitnir frekar meinlausir. Þeir
komu stundum saman við kindur sem gengu í fjörunni og
voru jafnvel látnir í hús með kindum að kvöldi, enda oft
orðið dimmt þegar hýst var, og sáust þá ekki fyrr en látið var
út að morgni.
Skrímslin áttu aftur á móti að vera miklu stærri dýr og öðru-
vísi í lögun, jafnvel sum aðeins á tveimur fótum í apamynd.
Fólki stóð meiri stuggur af þeim, enda talin hættuleg, reyndu
stundum að komast upp fyrir fólk og hrekja það í sjóinn. Öll
voru þessi dýr loðin eða þakin sjávargróðri, þara og skeljum
sem hringlaði í þegar þau hreyfðu sig. Aldrei heyrði ég þess
getið að slík dýr hefðu verið unnin eða að velli lögð, en
stundum voru menn komnir með byssur á loft og tilbúnir að
skjóta en dýrin höfðu jafnan sloppið í sjóinn án þess að skoti
væri komið á þau. Sumir töldu reyndar að blýkúlur eða blý-
högl ynnu lítt á slíkum skepnum, það þyrftu að vera harðari
málmar í þeim skotfærum.
Ég held að eyjabörnin hafi verið hræddari við að rekast á