Breiðfirðingur - 01.04.1991, Blaðsíða 86
84
BREIÐFIRÐINGUR
Hvammshrepps. Sýslunefndarmaður var hann í 37 ár. Einn
af stofnendum Búnaðarsambands Dala- og Snæfellsnessýslu
árið 1914 og alla tíð fulltrúi á fundum sambandsins og lengi
endurskoðandi þess og úttektarmaður jarðabóta í allmörg
ár. Formaður Fasteignamatsnefndar Dalasýslu frá 1917. í
stjórn Sparisjóðs Dalasýslu frá 1905 og gjaldkeri sjóðsins.
Hann var í áratugi í stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar og
formaður þess frá 1919.
Þótt þessi störf væru flest að miklu leyti unnin heima, þá
tóku þau talsverðan tíma, enda gat faðir minn lítið sinnt
bústörfum, nema þá helst á sumrin og haft yfirumsjón með
bústjórn. Öllum þessum störfum fylgdu gestakomur, einkum
sparisjóðnum.
Sparisjóður Dalasýslu var stofnaður 1891. Aðalhvata-
menn að stofnun sjóðsins voru, eins og fyrr var getið, þeir
Björn Bjarnarson sýslumaður, Sauðafelli, og séra Kjartan
Helgason í Hvammi.
í söguyfirliti í Breiðfirðingi 1947-48 um 55 ára starfsemi
Sparisjóðs Dalasýslu skýrir Asgeir Asgeirsson prófastur í
Hvammi frá stofnun sjóðsins.
„Merkasta stofnun Dalamanna, sem þeir eiga allir hlut-
deild í, er Sparisjóður Dalasýslu. Það er óhætt að fullyrða,
að Dalamenn hafa hvorki fyrr né síðar komið á fót hjá sér
stofnun, sem reynst hefur þeim jafn happasæl til fjár-
söfnunar og eflingar nytsömum framkvæmdum í sýslunni
allri eins og hann. Með stofnun sparisjóðsins var lögð traust-
asta undirstaðan að efnalegri velmegun sýslubúa.“
Sparisjóðurinn lánaði einkum til jarðakaupa, húsbygg-
inga, jarðabóta, bústofnskaupa og fleira. Lánað var gegn
veði í fasteignum, sjálfskuldarábyrgðum og víxlum. Þótt
árferði væri misjafnt og afkoma manna færi nokkuð eftir
því, þá kom það ekki verulega við sjóðinn nema inneignir
minnkuðu. í lánveitingum var ávallt reynt að haga seglum
eftir vindi og taka tillit til aðstæðna manna. Enda sýndi
reynslan að sjóðurinn tapaði engu þegar frá er talin lög-
skipuð eftirgjöf samkvæmt Kreppulánasjóðslögum.