Breiðfirðingur - 01.04.1991, Blaðsíða 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
út á við hefði Bjarni vart hrokkið til að inna af hendi, ef
hann hefði ekki átt við hlið sér jafn ágæta konu um skörungs-
skap og mannkosti og Salbjörg var. Átti hún einatt strangan
vinnudag og langan, en hrökk þó til þess að vera öllum vel,
sem að garði komu, af frábærum góðvilja, hjálpsemi og
fórnarlund.“
Porsteinn Þorsteinsson sýslumaður lýsir föður mínum
þannig í minningargrein.
„f>að var alltaf jafn hressandi að hitta Bjarna í Ásgarði.
Var helst til að líkja, sem þar færi einn hinna ágætu forn-
höfðingja vorra, þjóðlegur, skörulegur, íhugull og djarf-
mæltur.“
í nemendatali Ólafsdalsskóla lýsir Játvarður Jökull föður
mínum þannig:
„Ofar forystuhlutverki og vegtyllum voru töfrar marg-
slungnir. Einarður, höfðingjadjarfur og hreinskiptinn, gest-
risinn og höfðinglyndur.“
Ég hygg að mannlýsingar þessar séu réttar. - Faðir minn
var fljótur til svars og orðheppinn. En þetta þoldu ekki allir,
einkum þeir sem voru miklir með sig eða montnir, enda
urðu þeir helst fyrir beittum tilsvörum. Hinir, sem komu
eðlilega og óhikað fram, fundu fljótt hlýjuna sem undir bjó,
þótt yfirborðið þætti stundum hrjúft. Margar sögur eru til
um orðaskipti föður míns við ýmsa menn, trúlega eru sumar
sannar, aðrar afbakaðar og nokkrar ósannar. Hér verða eng-
ar sögur tilfærðar.
Lokaorð
Þegar foreldrar mínir komu að Ásgarði fyrir 100 árum,
hafði jörðin að minnsta kosti verið í eigu eða ábúð sömu
ættar frá árinu 1810 að Bjarni Bæringsson hóf þar búskap.
Nú býr þar Bjarni Ásgeirsson, sem er fimmti ættliður frá
Bjarna Bæringssyni. Faðir minn bjó í Ásgarði lengur en
nokkur annar, eða í 52 ár. Margt breyttist í hans búskapar-
tíð. Búið var smátt í fyrstu, en þróaðist með árunum í það