Breiðfirðingur - 01.04.1991, Page 81
HJÓNIN í ÁSGARÐI
79
einn sekkur af kaffibaunum (120 pd). Allt var þetta geymt í
stórri byrðu, sem var í kjallaranum. Ein tunna af ljósaolíu
(ca. 200 lítrar) var keypt, því olíulampar voru margir. Tírur
voru notaðar í peningshúsum eða grútarlampar, þegar nota
þurfti ljós.
Haustverk enduðu oft á því að sóttur var nýr fiskur norður
að Smáhömrum í Steingrímsfirði. Farið var með 5 reiðings-
hross og komið á staðinn um það leyti sem bátar komu að
landi. í þetta fóru 2-3 dagar þegar gott var veður. Maður að
nafni Bjarni Steinsson, síðar bóndi á Gjörvidal við Isafjarð-
ardjúp, var í 13 sumur kaupamaður í Ásgarði. Var hans síð-
asta verk á haustin að afhausa, slægja og salta fiskinn í
tunnur.
Þegar mest var umfang búskapar í Ásgarði voru þar við
skepnuhirðingar þrír og stundum fjórir menn. Einn hirti
sauðféð og stóð hann yfir því úti, einkum framan af vetri,
því sjaldnast var hey gefið fyrir jól. Á meðan haginn var
góður fyllti féð sig á 6 klukkutímum og jafnaðist það á við
góða gjöf inni. Annar var í fjósi og sá þriðji hirti hross og var
í sendiferðum. En allir hjálpuðu þeir hver öðrum þegar með
þurfti. Mikil vinna var oft í kringum ferðamenn. Þeir þurftu
bæði hey og hús yfir hesta sína.
Það lætur að líkum að störfin innanhúss voru margþætt og
mikil. Móðir mín var stjórnsöm húsmóðir og ákveðin.
Henni féll aldrei verk úr hendi og notaðist vel af unglingum
og stúlkuni sem minna máttu sín við erfiðari störf eins og úti-
vinnan var. Þjónustustörfin voru mikil, viðgerð á fatnaði,
þvottar og heimilismatargerð. Á sumrin var unnið úr mjólk-
inni smjör, skyr og ostar. Mikið af þessum mat var geymt til
vetrarins, þegar mjólkin var minni. Skyr var geymt í tunn-
um. Það súrnaði þar og þótti gott í hræring. Alltaf varð að
baka bæði brauð og kökur. Á haustin byrjuðu sláturstörfin
sem stóðu fram á vetur. Tekin voru slátur innan úr um 300
fjár. Búinn var til matur úr þessu öllu og hann soðinn og
súrsaður í stórum tunnum. Þetta þótti mikill matur, en hann
var það ekki miðað við þarfir, þegar voru 15 manns í heimili