Breiðfirðingur - 01.04.1991, Side 154
152
BREIÐFIRÐINGUR
sögumaður kvaðst hafa fengið bréf frá Þorsteini Daníelssyni
(1796-1882) umboðsmanni á Skipalóni „...og er í því getið
til að eigi muni hafa verið færri æðarfuglar drepnir í vor en
3000“.,3) Ekki fái hann séð að æðarfuglsdráp þetta verði lög-
legra fyrir spítalahlutinn. Nauðsynlegt væri að friða æðar-
fuglinn þar eð hann væri mikill bjargræðisstofn um allt land,
og lögum um þetta mætti ekki fresta.l4)
Fullkomin friðun
Síðasta umræða um málið fór fram á 18. fundi Alþingis
24. júlí. Litlar umræður urðu og samþykkt var í einu hljóði
að biðja konung um ný lög til friðunar á æðarfugli.15'
Á 20. fundi 26. júlí var lögð fram: „Bænarskrá um, að allra-
mildilegast verði gefið nýtt lagaboð um fullkomna friðun
æðarfuglsins.“ í lok bréfsins til konungs segir að Alþingi hafi
... í einu hljóði fallizt á, að það sé landsnauðsyn, strax allra-
þegnsamlegast að leita Yðar Hátignar úrræða um þetta
mál, og er einhuga í, allraþegnsamlegast að beiðast allra-
mildastrar tilskipunar, er einskorði:
1. að einginn á íslandi megi af ásettu drepa nokkurn
æðarfugl, nokkurstaðar, á sjó eður landi, hvorki á
eigin lóð né annarlegri, hvorki með skotum, netum,
hundum, né á nokkurn annan hátt.
2. að sektir fyrir aflrrot gegn þessu banni eigi að vera
eptir tilskipun 13. Júní 1787, III. kap. 7. gr., og kon-
ungsúrskurði 17. Júlí 1816, en að bætur fyrir drepinn
æðarfugl falli í hlutaðeigandi sveitar sjóð.
3. að sókn um afbrigði þessa máls fari eptir opnu bréfi 1.
Marz 1843.
Reykjavík 26. Júlí 1845.
Thorsteinson. Th. Sveinbjörnsson.lh)
Samkvæmt úrskurði konungs dagsettum 23. apríl 1845,
skipaði konungsfulltrúinn á Alþingi, Bardenfleth kammer-
herra og stiftamtmaður, þann 6. ágúst sama ár nefnd manna