Breiðfirðingur - 01.04.1991, Blaðsíða 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
og öllum sínum trúum þénurum. . trúi ég“, segir umboðs-
maður konungs, „að ef biskup Jón og hans synir lifa, þá
verður hér aldrei friður í íslandi.“51 Að sögn Jóns Egilssonar
urðu þeir strax á einu máli Jón ráðsmaður, herra Marteinn
og Kristján, „en Daði var lengi tregur.“52
Föstudaginn 7. nóv. 1550 voru Hólafeðgar líflátnir í Skál-
holti án dóms og laga, fyrir kóngsins mekt. Segir í frásögn
Jóns Egilssonar, að Kristján, herra Marteinn og Daði hafi
staðið á stórri þúfu, þar sem biskup Jón var leiddur fram hjá
til stokksins. Hafi biskup þá boðið Daða að leysa hann úr
banni, en Daði átt að svara: „Þú sér ekki meira bann á mér
en þér.“53 Öðrum segist svo frá, að þegar biskup gekk fram
hjá Daða, þá upphóf hann sína hægri hönd og rétti hana að
honum með signingarmerki, þegjandi.54 Þaðan reið Daði
vestur.
Ævilok Daða og Snóksdœlaœtt
Á efri árum var Daði í Snóksdal krenktur og hafði hann
átumein í andliti; er sagt hann hafi afmyndast í framan. Má
skilja af sögnum að þá hefur sumum þótt sem biti bannið
biskupsins.55 Aðrir, sem forn viðhorf áttu minni ítök í, hafa
sjálfsagt kallað það hégilju, og trúvillu, og mætti þykja enn.
Daði lést 1563. Skrá er til um eignir sem hann lét eftir sig.
Hún tekur yfir 25 síður þéttprentaðar.56 Pá hefur staðið skáli
hér í Snóksdal, stofur tvær og skemmur margar, sumar fullar
af smjöri, aðrar af góðum gripum.
Ég skal ekki þreyta kirkjugesti með því að segja öllu
meira af Daða, þótt vert væri. Þætti mér ekki síst ástæða til
að staldra enn um hríð við sagnir um Daða, sem ýmsum
munu kunnar hér í sveit. Þar er margt í gamalt, og felldur
veruleiki að skáldskap svo að seint verður á milli greint.
Enda óþarfi. Daði sagnanna er sá Daði sem best hefur lifað
með þjóðinni og lengst, og sem ég ætla að muni lifa enn um
hríð, ekki síst hér í sveit, glæsimennið, sem reið Markúsar-
Brún utan úr Rifi undan óvinum og heim í Snóksdal; dugði
ekki þó strengdir væru þrír strengir þar sem hann fór um.
Daði hjó efsta strenginn með sverði sínu, sumir segja tvo, en