Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
Tilvísunin á eldri kirkjugarðinn (sjá meðfylgjandi teikn-
ingu) er frá Garðari og Einari Jónssonum, rosknum mönnum,
er ólust upp í Tungu á fyrri hluta aldarinnar. Móðir þeirra,
húsfreyjan í Tungu Sigríður Sigurðardóttir (f. 1895), ólst upp í
Sælingsdal. Hún var margfróð og minnug, segir Einar Kristj-
ánsson f.v. skólastjóri á Laugum, er ólst upp á Leysingjastöð-
um, næsta bæ.
Einar segir að aldrað fólk þarna á bæjunum hafi haft orð á
því þegar hann var ungur, að uppúr aldamótum hafi enn séð
greinilega móta fyrir garðlaginu umhverfis eldri kirkjugarð-
inn. En árið 1900 fór Olafur nokkur Jónsson að búa í Sælings-
dalstungu og hóf fljótlega túnasléttun. Og sagði gamla fólkið
að hann hefði sléttað út kirkjugarðinn. Ekki er Einari ljóst
hvort það átti við garðlögin umhverfis kirkjugarðinn, eða líka
garðinn sjálfan. En balinn þarna er smáþýfður, og ekki senni-
legt að þar hafi verið sléttað yfir, þó ekki sé fyrir það að synja
með öllu.
Þessi jaðar með læknum minnir nokkuð, með afstöðu til
bæjar, á barðið á Kjarlaksstöðum, þar sem grafreitur frá upp-
hafi kristni hefur verið kannaður.
Neðri bær var í byggð til 1928, og skömmu seinna voru
byggð fjárhús á ofanverðum bæjarhólnum, sem nú eru rústir
einar.
Það blasir við að hóllinn sem neðri bærinn stóð á er hið
upphaflega bæjarstæði, því kirkjan hefur þar verið í venjulegri
fjarlægð frá bæjarhúsum. Kirkja var aflögð í Sælingsdalstungu
1853.
Laugum, 16. nóv. 1988