Breiðfirðingur - 01.04.1998, Blaðsíða 151
MINNING AR FRÁ BREIÐAFIRÐI
149
tjöldin. Kaffið var hitað á prímus. Klukkan þrjú var svo
snæddur nónmatur. Var til þess ætlaður einn klukkutími. Mið-
aftanskaffi var síðan drukkið klukkan sex og var það oftast
borið í slægjuna, ef veður var þurrt. Var til þess ætlaður hálfur
tími. Vinnu var svo hætt klukkan níu að kvöldi, og er menn
höfðu matast, var lagst til svefns. Hey var á botni tjaldanna.
Menn lágu hlið við hlið andfætis og höfðu einhverjar flíkur
undir höfði sér, síðan var breitt segl yfir allan hópinn. Karl-
menn slógu með orfi, en konur rökuðu jafnóðum. Stóðst það
oftast á endum, þegar þurrt var, en heyinu var helst ekki rakað
saman nema það væri grasþurrt, það er að segja, að ekki væri
vatn í því. Væri hins vegar rigning, tók kvenfólkið sér orf í
hönd og sló, og safnaðist þá oft fyrir ljá, og gengu þá oft allir í
raksturinn, þar til upp náðist, er af ljánni þomaði. Heyinu var
rakað saman í föng og það svo borið til og sett í fangahnappa.
Föngin voru síðan talin, og vissu menn nokkum veginn, hve
mörg föng þurfti í einn skipsfarm. Heyið var langoftast flutt
óþurrkað heim og þurrkað þar, enda óhægt að þurrka í úteyj-
um vegna þess, hve þýfðar þær voru.
Þegar svo komið var nóg af heyi í skipsfarm, var heyið
bundið í sátur. Fóru svo sem fimm til sex föng í hverja sátu.
Karlmenn bundu, en konur og unglingar settu á, það er greiddu
úr reipunum og röðuðu föngunum á. Þau og tóku utan af, það
er reyttu allt lauslegt hey úr hliðum sátunnar, svo að ekkert
slæddist, er borið var til skips. Það var engan veginn vanda-
laust að setja á, svo að vel væri, því að væri það illa gert, var
hætt við, að sátan skekktist í bandinu, og varð bandið þá erfið-
ara þeim, sem batt, og svo hætt við, að þær sátur færu úr bönd-
um í flutningnum. Voru sáturnar bornar á baki til skips, oft um
þó nokkuð langan veg, þó að ávallt væri reynt að haga svo til,
að burðurinn væri sem stystur. Báru konur jafnt sem karlar, en
oftast var þó reynt að velja þeim og unglingum léttari baggana
eftir því, sem kostur var. Voru heyflutningar hin erfiðasta vinna
og ekki síður vegna þess, að oftast var þetta skorpuvinna, því
að bæði þurfti að taka tillit til vinda og sjávarfalla. Meðan
styðjast varð við handaflið eitt sem hreyfiafl skipsins, þýddi