Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 17
ÞORVALDUR SÍVERTSEN
15
1844, en ekki tókst það, því undirbúningstíminn varð í reynd of
naumur, svo þingið kom ekki saman fyrr en árið 1845 og var þá
haldið í Lærða skólanum í Reykjavík, sem þá var nýbyggður.
Kosnir voru 19 þjóðkjömir þingmenn og auk þeirra sátu 6
konungkjömir þingmenn þingið, svo alls urðu þingmenn 25.
Enginn kom frá Vestmannaeyjum, því þar fannst þá enginn
sem fullnægði settum skilyrðum.
Kosningaátök urðu þá í Dalasýslu, eins og oft hefur verið
þar síðan á meðan sýslan var einmenningskjördæmi. Ymsir
töldu sig sjálfsagða, þeirra á meðal var séra Friðrik Eggerz á
Ballará, enda var hann þekktur í sýslunni.
Kjörþingið í Dalasýslu var haldið í Asgarði 30. maí 1844 og fór
það á annan veg en ýmsir bjuggust við. Kosningu hlaut sem aðal-
fulltrúi með 24 atkvæðum Þorvaldur Sívertsen bóndi í Hrappsey.
Næstur var Jón Jónsson kammerráð á Melum í Hrútafirði með 11
atkvæði og því varafulltrúi. Séra Ólafur Sívertsen í Flatey fékk 9
atkvæði og séra Friðrik 6 atkvæði eftir alla þrautaróðrana, eins og
Þorvaldur orðaði það. Þorvaldur Sívertsen bóndi í Hrappsey varð
því rétt kjörinn til að sitja fyrsta þingið eftir að Alþingi var endur-
reist. A meðan Dalasýsla var einmenningskjördæmi vom eftirtald-
ir menn kjömir þingmenn Dalasýslukjördæmis.
1. Þorvaldur Sívertsen bóndi, Hrappsey
2. Guðmundur Einarsson prestur, Kvennabrekku
3. Indriði Gíslason bóndi, Hvoli
4. Jón Bjarnason bóndi, Olafsdal
Guðmundur Einarsson prestur, Kvennabrekku
5. Jakob Guðmundsson prestur, Sauðafelli
6. Jens Pálsson prestur, Utskálum
7. Björn Bjarnarson sýslumaður, Sauðafelli
8. Bjarni Jónsson kennari frá Vogi
9. Jón Guðnason prestur, Kvennabrekku
10. Sig. Eggerz lögfræðingur og ráðherra
11. Jónas Þorbergsson síðar útvarpsstjóri
12. Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður, Búðardal
13. Þorsteinn Briem prestur, Akranesi
Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður, Búðardal
14. Ásgeir Bjarnason bóndi, Ásgarði
1845-1851
1851-1858
1859-1863
1864-1868
1869-1881
1883-1890
1890-1900
1900-1908
1908-1926
1926- 1927
1927- 1931
1931-1933
1933-1937
1937-1942
1942-1949
1949-1959