Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 54

Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 54
52 BREIÐFIRÐINGUR langar á hverri kringlu en styttust eftir því sem ofar dró í röð- inni. Allt þetta tréverk var rennt og pússað en hafði síðan verið bæsað með dökkgrænum bæs. Kertahöldur voru renndar og stóðu í gati á hverjum greinarenda. Þær voru allar gullbrons- aðar. Mikið skraut var til að skreyta tréð með þegar ég man eftir því. Það var allt útvegað og gefið af Halldóri Júlíussyni á Melanesi, en hann var sjómaður á Vatneyrartogurunum um árabil. Sigldu togaramir oft með fisk og annað hvort keypti Halldór þetta skraut í Bretlandi eða Þýskalandi. Ekki lét hann sig muna um að gefa einnig mikið af slíku skrauti á tvo bæi á Rauðasandi að auki, að Melanesi og Stekkadal. Um það leyti sem ég fer að muna eftir mér var það hlutverk föður míns að útvega lyngið sem þurfti til að klæða tréð með, en það var sótt í Melanesskóg. Var það aðallega krækiberja- lyng, en sumt af því helst vel grænt allan veturinn. Einnig var notað sortulyng sem var algrænt, en minna var til af því og hefur ef til vill verið hlífst við að ganga of mikið á það. Þetta lyng var sett í tunnupoka og borið út eftir. Var það talsverður baggi og má ég vel um það vita því þegar við bræður kom- umst á legg var það okkar hlutverk að sjá um lyngið. Síðan tóku einhverjar konur við og skrýddu tréð og var það mikil vinna. Eftir að ég fór að taka þátt í lyngöfluninni munu þær Stekkadalssystur oftari hafa séð um það, enda stutt að fara. Þessi skemmtun var ávallt haldin milli jóla og nýárs ef veð- ur leyfði og mun vinnan við tréð og annan undirbúning hafa hafist strax á annan dag jóla eða þriðja. Ákveðinn var einhver dagurinn sem skemmtunin skyldi haldin og var það ávallt að kveldi dags. Var skepnuhirðingu lokið öðrum en mjöltum, en víða var einhver heima sem tók þær að sér, því fyrst og fremst var þetta skemmtun bamanna og þeim fylgdu að minnsta kosti foreldrar og raunar sóttu flestir skemmtunina sem heimangengt áttu. Ef svo var einhver tvísýna með veðrið þá var sett í gang sérstakt merkjakerfi þar sem metið var af þeim sem lengst áttu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.