Breiðfirðingur - 01.04.1998, Qupperneq 144
142
BREIÐFIRÐINGUR
lembdar. Lítið pappaspjald var því bundið um háls á hverju
lambi. Var spjaldið með númeri lambsins, eða númerum, væri
um tvílembinga að ræða. Síðan var nafn mæðranna skráð á
spjald og númer viðkomandi lambs eða lamba við nafnið. Er
til lands kom voru lömbin fengin mæðrum sínum. Kom þá all-
oft fyrir, að æmar vildu ekki kannast við afkvæmi sín, enda
orðnar svangar, svo og lömbin, sem gerðust þá áleitin við
spena móðurinnar. En engri kind var þó sleppt nema öruggt
væri, að hún hefði tekið afkvæmi sínu. Svo sem vænta má
gengu þessir fjárflutningar ekki hljóðlega fyrir sig, því að fyrri
hluta ferðarinnar var mjög sár jarmur lambanna og mæðra
þeirra. Alltaf var reynt að velja veður til þessara flutninga og
oftast valið logn eða vestanvindur, svo að leiði gæfi til lands,
enda má telja ógerlegt að flytja lambfé alla þessa leið í mót-
vindi, því að ekki þótti gott að flytja fé, ef sigla þurfti beiti-
vind, krusa, sem kallað var, vegna halla skipsins. Þá vildi féð
hendast út í hliðina hléborðsmegin, en vonlaust var að ætla sér
að hreyfa svo stór skip með árum. Var því ekki um annað að
ræða en nota segl, ef nokkur byr gafst.
Þess má geta, að á Breiðafirði verður mikill munur flóðs og
fjöru, og er þar aragrúi eyja og skerja. Heyrt hef ég, að í
Hvallátrum einum væru um 300 sker og eyjar, sem ekki færu í
kaf um stærstu flóð. Ekkert skal ég fullyrða um, hvort þessi
tala er rétt, en mig grunar, að hún sé ekki fjarri lagi, því að ég
minnist þess, að ég gerði mér til gamans, þegar ég var liðlega
tvítugur og hafði verið fjarverandi úr eyjunum í fimm ár án
þess að koma þar á því tímabili, að skrifa upp allar eyjar og
sker, sem ég gat munað eftir. Komst ég upp í töluna 260, en
ekki er ólíklegt, að ég hafi einhverju gleymt, þegar tekið er
tillit til þess, að margir smáhólmar, rimar og sker, sem
aðgreindust um stærstu flóð, voru og eru nafnlaus. Grunar
mig, að rétt niðurstaða um tölu eyja og skerja á Breiðafirði
verði aldrei fundin, nema allt sé kortlagt áður.
Sá vandi var á höndum með gæslu fjárins í heimaeyjum, að
flæðihætta var alls staðar mjög mikil. Þurfti því að gæta þess
mjög vel, að féð væri ekki á skerjum, sem í kaf fóru um flóð,