Breiðfirðingur - 01.04.1998, Blaðsíða 121
FUGLALÍF í STAGLEY Á BREIÐAFIRÐI
119
• Landeiganda eru heimilar nytjar æðarvarps og annarra
hlunninda
• Óheimilt er að hrófla við fornminjum
Samkvæmt samkomulaginu þarf heimild Náttúruverndar ríkis-
ins og stjórnar Bjarneyja ehf, sem fer með stjórn friðlandsins í
umboði hennar, til að fara í land í Stagley. Umhverfisráðu-
neyti hefur þegar þetta er ritað (í nóvember 1998) friðlýsingu
eyjarinnar ennþá til athugunar.
Við eigendaskipti á Stagley er vert að huga að því að skrá
skipulega hvaða fuglategundir verpa í eyjunni og meta fjölda
þeirra eins nákvæmlega og unnt er. Þá þarf að sannreyna betur
hvernig varpi stokkandar, toppandar, hvítmáfs, þúfutittlings og
ef til vill fleiri tegunda er háttað. Einnig þarf tilfinnanlega að
kortleggja dreifingu sjófugla (fýls, æðarfugls, svartbaks, síla-
máfs, hvítmáfs, ritu, lunda og teistu) í eynni.
Þakkir
Bestu þakkir eiga skilið allir þeir sem hafa ég hef leitað til um
aðstoð vegna samningu þessarar greinar. Ymsir hafa gaukað
að mér upplýsingum og er þeirra getið í heimildaskránni. Auk
þess aðstoðaði Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreks-
firði, með gögn um eignarhald á Stagley og Hans H. Hansen á
Náttúrufræðistofnun Islands við gerð kortanna.
Birtar heimildir
Alþingstíðindi 1942-43. Frumvarp til laga um heimild til þess að selja jarðeigirnar
Stagley og Sperðlahlíð. A. Þingskjöl með málaskrá. Reykjavík 1943.
Alþingstíðindi 1943, 1948. Um sölu Stagleyjar. 61. árg. A. Þingskjöl. B. Umræður.
Ballarárannáll 1597-1665. Bls. 179-224 í: Annálar 1400-1800. 3. Bindi. Hið íslenzka
bókmenntafélag, Reykjavík. 658 bls. Gefnir út 1933-38.
Amþór Garðarsson 1996. Ritubyggðir. Bliki 17: 1-16.
Ámi Magnússon og Páll Vídalín 1710. Jarðabók. VI. Hið íslenska fræðafjelag, Kaup-
mannahöfn. 425 bls. Gefin út 1938. [Um „Stagley (aðrir meina hún heiti Tagley)" á
bls. 245-246].
Bergsveinn Skúlason 1964. Stagley. Bls. 200-207, Dagstund á eyðieyjum, í: Um eyjar