Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 115
FUGLALÍF í STAGLEY Á BREIÐAFIRÐI
113
áætlunum þarf ekki að koma á óvart, því á þessum tíma vors
eru hreiður að bætast við og ritur að verpa af fullum krafti.
Líklegt er að rituvarp hafi verið nýbyrjað 1975, því NJ telur
ritur ekki hafa orpið fyrr en á seinni hluta tímabilsins 1947-
1979, upphaflega aðeins fáein hreiður.
Miðað við reynsluna frá 1975 kom á óvart að ekkert rituvarp
skyldi vera í Stagley sumarið 1982 (14. júní). Rituvörp sem eru
frekar innarlega á Breiðafirði hafa haft tilhneigingu til þess að
myndast og líða undir lok á víxl. Astæðan er líklega erfiðari
ætisskilyrði en utar á firðinum (Ævar Petersen, í undirbúningi).
Rituvarpið hefur átt erfitt uppdráttar og hefur þróast með
öðmm hætti í Stagley síðustu áratugi en annars staðar á Breiða-
firði (Ævar Petersen 1989, í undirbúningi, Amþór Garðarsson
1996). Eyjan er mjög opin fyrir vestan- og norðvestanátt og
lágir klettar þar sem rituvarpið er. Sjógangur að vorlagi gerir
sennilega ritum stundum ókleift að verpa í Stagley.
Varp hafði myndast á ný í Stagley sumarið 1993 jafnvel ein-
hverjum ámm áður. Þá vom í eynni 37 hreiður, eða mun færri en
1975. Sumarið 1998 var rituvarp álitið 45 hreiður í eynni (AG).
Kría Sterna paradisaea. Langt er síðan kríu er fyrst getið
sem varpfugls í Stagley. Þegar árið 1840 nefnir Ólafur Sívert-
sen að kríuvarp sé með besta móti í eynni. Síðan er mér ekki
kunnugt um skráða heimild uns sumarið 1952 er Bergsveinn
Skúlason (1964) kom í eyna en þá varp þar enn mikið af kríu.
í bréfi segir NJ að þétt kríuvarp hafi verið um allan vestur- og
suðurhluta eyjarinnar á fyrstu árum þess tímabils (1947-1979)
sem þeir feðgar nytjuðu eynna. Síðar hafi varpið dregist sam-
an og verið takmarkað við lítið svæði á grasrimum á klettun-
um á suðvesturhluta eyjarinnar undir lok tímabilsins. Aldrei
hafi egg verið tekin nema lítillega til átu í stuttum viðverum
við dúntekju í Bjameyjum.
Vorið 1975 er kríu ekki getið 21. maí, en allmargir fuglar
sáust þar 25. maí og héldu sig austast á eynni. Ólíklegt er að
þær hafi orpið þá um sumarið, en árið 1982 urpu örugglega
engar kríur í eynni. Kríuvarpið hefur því liðið undir lok milli
1952 og 1982, líklega fyrir 1975.