Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1998, Side 87

Breiðfirðingur - 01.04.1998, Side 87
FERÐ UNDAN JÖKLI 85 Svo er lagt á stað, er þá kominn stinningskaldi, rétt að þolir allt segl hjá okkur fram í Bíldsey. Ötlum við okkur í norðurvog- inn því þar var aflent. Tökum við niður mastrið undir eynni og ötlum svo að róa upp í voginn. En þá er hann fullur af ís, svo við verðum þar að hverfa frá. Þá er Fagurey, látum við renna þangað á árum en þar var sama saga, fullt fyrir lendingunni og suður á sund milli hólmanna, en ísrek út með Enghólma. Við bjuggumst við að verða að sigla fram í Elliðaey, en þegar við komum út með Enghólmanum er ísinn svo mjór þar og auður pollur upp við hólmann, að við getum komist inn á pollinn. Þar er lent, borið allt dótið upp úr flæði og búin til tótt þar og tjaldið yfir með seglinu og skriðið inní. Bátinn bárum við á stöfnum upp í flæðarmálið. Þarna var logn undir klettunum. Þegar við erum komnir til rólegheita, förum við að athuga koníaksflöskuna. Sýnist okkur þá nokkuð ljós liturinn á víninu sem og líka reyndist, því þetta var margútþynnt með vatni. Var það víst alsiða í þá tíð, þegar fór að lækka í tunnum, að bæta í þær með vatni. Varð ég var við það sama löngu seinna, að pakkhúsmaður hjá Sæmundi Halldórssyni hellti góðum sopa í tunnuna sem var þar í kjallaranum, en úr henni var ekki selt, heldur hafði Sæmundur það til trakteringar. Það hefði mátt komast á jökum um fjöruna heim í Fagurey en við létum ekkert á okkur bera, fórum bara að sofa, tókum upp yfirsæng og sofnuðum, en vöknuðum við það að við vor- um orðnir gegndrepa. Hafði þá gert bleytukafald á seglið, það dældast og snjórinn þiðnað og allur lekið ofaná okkur. Var okkur þá hrollkalt, var þá gott að fá í staupinu, en þetta var svo ónýtt að það hitaði lítið. Fór ég svo að gá til veðurs, er þá birt upp, komin sunnan gola, ísinn sá sami, nema það má komast að Réttartanganum. En víkin er að fjara, svo við drífum bátinn ofan og förum yfir að tanganum allslausir, bara með tvær árar, ötlum að fá hjálp í Fagurey til að koma dótinu í bátinn því það var svo langt að sjónum. Þegar við komum heim og segjum hvaðan við komum og hvar við vorum síðustu nótt, varð fólkið alveg hissa, og Skúli sem þá var í einum af sínum góðu brennivínstúrum í kojunni,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.