Breiðfirðingur - 01.04.1998, Blaðsíða 113
111
FUGLALÍF í STAGLEY Á BREIÐAFIRÐI
hreiður með eggjum, ungum eða útunguð og 38 tóm hreiður sem
ekki hafði verið ungað úr. Þetta em ögn færri hreiður en sjö árum
áður og tel ég að varpið hafi verið um 150 pör. I hreiðmm (öðmm
en þeim tómu) vom að jafnaði 2,8 egg eða ungar (fjöldi hreiðra
með: 1 eggi 4, 2 eggjum 9, 3 eggjum 112, 1 eggjum + 2 ungum 4,
1 eggjum + 1 unga 2, 1 unga 1, 2 ungum 1, 3 ungum 1). Þegar
áætlunin var gerð var nær mánuður liðinn frá því egg vom tekin
síðast og varpið hafði líklega jafnað sig. Lætur því næni að þessi
eggjafjöldi sé nálægt meðaltali í hreiðri í svartbakavarpi.
Næst var stærð svartbakavarpsins í Stagley metin árið 1985
(29. apríl, HG í dagbók ÆP). Þá voru tínd 380 egg og þrjú í
langflestum hreiðrum. Varp virðist hafa byrjað nokkuð snemma
þetta vor enda mörg eggjanna vel stropuð, sum jafnvel unguð.
HG minntist þess ekki að svartbakur væri áður kominn svo langt
í varpi og þetta vor. Miðað við að meðaltali 2,8 egg í hreiðri voru
um 135 svartbakshreiður í Stagley þetta vor. Væntanlega voru
ekki öll pör byrjuð að verpa né öll hreiður fundist, svo ég áætla
að varpið hafi verið svipað og þremur ámm áður.
Stærð svartbaksvarpsins í Stagley var ekki áætluð fyrr en
1993 en þá var þar enn mjög stórt varp. Og 8. júní 1995 var
giskað á að varppör væru nærri 200 (PL). HG telur svartbaks-
varpið hafi haldist svipað 1979-1996.
Vorið 1997 vom tekin 1218 egg í Stagley í 8 ferðum (ÁGJ).
Vorið 1998 var mun færri egg að hafa eða um 800 (FJ). Sama
ár ljósmyndaði Amþór Garðarsson máfavarpið í eynni 3. júní
og taldi vera um 150 svartbakspör. Samkvæmt þeim gögnum
sem til eru hefur svartbaksvarpið í Stagley lítt breyst að stærð
síðan 1975.
Sflamáfur Larus fuscus. Einn af nýlegum landnemum í
Breiðafjarðareyjum er sílamáfur sem fannst fyrst verpandi í
Flateyjarlöndum árið 1968. Síðan hafa pör verið að stinga sér
niður á æ fleiri stöðum (Ævar Petersen 1989).
Árið 1975 urpu sílamáfar ekki í Stagley, en sjö árum síðar
hafði myndast þar eitt stærsta sílamáfsvarp við Breiðafjörð
(Ævar Petersen 1989). Árið 1982 voru pörin talin nákvæm-
lega og fundust 15 hreiður með eggjum og eitt tómt að auki.