Breiðfirðingur - 01.04.1998, Blaðsíða 145
MINNINGAR FRÁ BREIÐAFIRÐI
143
en aðgreindust í aðfalli, því að þá var voðinn vís, enda kom
það oft fyrir, að fé flæddi. Það er einkennandi fyrir fé, sem
flæðir á skerjum, að það stendur á þeim, uns það flýtur bók-
staflega upp. Oft hefur mátt sjá það við björgun fjár við slíkar
aðstæður, að það syndir ekki stystu leið til lands, sem oft gæti
orðið því til bjargar, en sé vindur hefur það oftast vindinn eða
báruna á bóginn, enda kemur oft fyrir, að það syndir í hringi,
uns það drukknar. Eins og vænta má þurfti mesta aðgæslu um
sauðburðinn, því að þá lögðu mæðurnar oft í mjó en
straumþung sund, er þeim voru væð, en gættu þess ekki, að
lömbunum var þá bráður háski búinn. Hafði þetta í för með
sér, að vakta þurfti mörg sund, bæði um aðfall og utfall, til að
fyrirbyggja tjón, og kom það einkum í hlut okkar bamanna,
oft jafnt á nóttu sem degi. Kom sér þá stundum vel, að
heimilið var barnmargt. Að loknum göngum á haustin var féð
flutt aftur út í eyjarnar, en þá var auðvitað farið með lömbin
eins og fullorðið fé.
Eins og hér hefur verið drepið á var sjávarhættan helsta
vandamálið heima í Hvallátrum. Hún var tiltölulega lítil um
smástrauma, því að þá stóðu þau sker upp úr um flóð, sem
mest var flæðihætta á. En öðru máli gegndi um stórstraumana.
Svo hagar til í Hvallátrum, að heimaeyjan er lítil, en að vísu
liggja að henni nokkrar eyjar, sem gengt er í um fjörur, en aðal
eyjaklasinn er samfelldur lítið eitt sunnar. Er þar um fjörur
allstórt svæði, sem gengt er um, því að skerjaklasinn og vogar
umhverfis eyjamar er að víðáttu áreiðanlega eins stór og þær.
Um allt þetta svæði gat sauðféð rásað, þegar svo háttaði.
Eyjaféð var sólgið í fjörugróðurinn, þang, söl og þara, og sótti
því mjög í fjöruna. Var því óhjákvæmilegt að gæta fjárins um
stórstraumana, því að þá voru eyjarnar allar ógirtar.
Vegna þessa var byggður bær og fjárhús miðsvæðis í eyja-
klasanum, er ég fyrst man, og var þarna haft í seli, sem kallað
var. í fyrstu var féð haft þama á fóðrum að vetrinum til að
hagnýta beitina, en heyjað á sumrin. Þurfti því að hafa þarna
fólk til vetursetu. Ég man vel eftir síðustu hjónunum, sem
höfðu séð um þessa fjárgæslu að vetrinum, en þá var veturseta