Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 144

Breiðfirðingur - 01.04.1998, Page 144
142 BREIÐFIRÐINGUR lembdar. Lítið pappaspjald var því bundið um háls á hverju lambi. Var spjaldið með númeri lambsins, eða númerum, væri um tvílembinga að ræða. Síðan var nafn mæðranna skráð á spjald og númer viðkomandi lambs eða lamba við nafnið. Er til lands kom voru lömbin fengin mæðrum sínum. Kom þá all- oft fyrir, að æmar vildu ekki kannast við afkvæmi sín, enda orðnar svangar, svo og lömbin, sem gerðust þá áleitin við spena móðurinnar. En engri kind var þó sleppt nema öruggt væri, að hún hefði tekið afkvæmi sínu. Svo sem vænta má gengu þessir fjárflutningar ekki hljóðlega fyrir sig, því að fyrri hluta ferðarinnar var mjög sár jarmur lambanna og mæðra þeirra. Alltaf var reynt að velja veður til þessara flutninga og oftast valið logn eða vestanvindur, svo að leiði gæfi til lands, enda má telja ógerlegt að flytja lambfé alla þessa leið í mót- vindi, því að ekki þótti gott að flytja fé, ef sigla þurfti beiti- vind, krusa, sem kallað var, vegna halla skipsins. Þá vildi féð hendast út í hliðina hléborðsmegin, en vonlaust var að ætla sér að hreyfa svo stór skip með árum. Var því ekki um annað að ræða en nota segl, ef nokkur byr gafst. Þess má geta, að á Breiðafirði verður mikill munur flóðs og fjöru, og er þar aragrúi eyja og skerja. Heyrt hef ég, að í Hvallátrum einum væru um 300 sker og eyjar, sem ekki færu í kaf um stærstu flóð. Ekkert skal ég fullyrða um, hvort þessi tala er rétt, en mig grunar, að hún sé ekki fjarri lagi, því að ég minnist þess, að ég gerði mér til gamans, þegar ég var liðlega tvítugur og hafði verið fjarverandi úr eyjunum í fimm ár án þess að koma þar á því tímabili, að skrifa upp allar eyjar og sker, sem ég gat munað eftir. Komst ég upp í töluna 260, en ekki er ólíklegt, að ég hafi einhverju gleymt, þegar tekið er tillit til þess, að margir smáhólmar, rimar og sker, sem aðgreindust um stærstu flóð, voru og eru nafnlaus. Grunar mig, að rétt niðurstaða um tölu eyja og skerja á Breiðafirði verði aldrei fundin, nema allt sé kortlagt áður. Sá vandi var á höndum með gæslu fjárins í heimaeyjum, að flæðihætta var alls staðar mjög mikil. Þurfti því að gæta þess mjög vel, að féð væri ekki á skerjum, sem í kaf fóru um flóð,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.