Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 17
VETRARDVÖL Á BLIKASTÖÐUM
15
Ollu gömlu. Aldrei minnist ég að Olla kæmi upp í mat, henni
mun hafa verið skammtað á disk og fært niður og borðaði hún
í sínu herbergi. Þegar ég minnist Ollu dettur mér í hug kvæði
Jakobs Thorarensen:
Illa greidd og illa þvegin,
arkar hún sama stutta veginn
hvíldarlaus en hvíldum fegin
hvarmadöpur ellimóð
sveitakerling sjötugt fljóð
meðan aðrir sælir sofa
sækir hún taðið út í kofa
kveikir undir grautnum glóð.
Dagamir liðu. Laugardagskvöld eitt var auglýst tombóla og
ball að Brúarlandi. Mikið langaði mig að fara á tombóluna en
fékk ekki, mamma gaf mér 10 eða 25 aura og bað ég einn af
piltunum að kaupa einn miða á tombólunni fyrir mig. Ég
vaknaði spenntur morguninn eftir, en það sem ég hreppti var
brýni, mörg brýni því margir piltanna höfðu fengið brýni eins
og ég, komið með þau heim og gefið mér. Ég var sem sagt
orðin eigandi margra brýna.
Þennan vetur lagði rafveitan rafmagn að Blikastöðum, þá
kynntist ég fullorðnum manni sem hét Páll Stefánsson. Hann
var smiður og líka vel þekktur kvæðamaður og kvað oft í
útvarpið. Rétt við landamerki Lágafells og Blikastaða var
byggður smá kofi eða skúr vegna tenginga. Þessa byggingu
reisti Páll, hún var klædd innan með panel og afgangs voru
margir stubbar, sem hann gaf mér til að smíða úr. Hann hlut-
aðist líka til um að ég fékk smíðatól svo ég gæti haldið áfram
að smíða. Þetta var sög með þremum blöðum, sem hægt var
að skipta um eftir því hvað var verið að saga. Þá var hamar og
töng. Ekki varð mikið úr smíðum hjá mér, en smíðatólin átti
ég um langt árabil.
Einn góðan veðurdag, þegar frost var og heiðskírt, sást frá
Blikastöðum að hús var að brenna í Reykjavík. Páli sýndist