Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 19
VETRARDVÖL Á BLIKASTÖÐUM
17
af bókum. Ég fékk þó forskriftarbók, en fannst ekkert gaman
að skrifa. Ég man að í henni stóð: „Það var á einu kveldi að
loppa kom með loðna skó úr Lundúnaveldi. Þula“. Ég hafði
áhuga á að vita, hver þessi Loppa var. Af hverju var hún með
loðna skó? Hvað var þetta Lundúnaveldi? Þessi þula, af hverju
var hún ekki öll? Mér þótti þau svör sem ég fékk ófull-
nægjandi.
Mamma var mest við eldamennskuna og stundum var ég að
sniglast í kringum hana. Stór AGA-eldavél var í eldhúsinu.
Hún var kynnt með koksi og var heit allan sólarhringinn. Þó
eldavélin væri stór dugði hún illa fyrir þessa miklu elda-
mennsku. Þess vegna var líka notað það sem kallað var moð-
suða, en það var stór trékista vel einangruð og hólfuð fyrir
pottana. Þegar hvellsauð í þeim á eldavélinni voru þeir teknir
og látnir í kistuna og henni lokað með einangruðu loki. Þar
mallaði svo áfram tímum saman og orðið vel soðið þegar upp
úr var tekið.
Moðsuðan þótti góður kostur við að sjóða kjöt. Annars held
ég að þeir sem vöndust moðsuðu hafi lært hvað langan tíma
hinar ýmsu tegundir matvæla þyrftu að vera í kistunni til að
vera tilbúnar á borðið. Brauð voru bökuð heima, að minnsta
kosti rúgbrauð og heilhveitibrauð. I stað þess að nota lyftiduft
var notað súrdeig sem var búið til úr soðnum kartöflunum og
deigi frá síðasta bakstri.
Jólin þennan vetur eru mér ekkert sérlega minnisstæð. Farið
var í sparifötin áður en borðað var á aðfangadagskvöld og
farið til kirkju að Lágafelli á jóladag, svo var hátíðamatur. Um
þetta leyti barst mér í hendur jólablað Alþýðublaðsins. I því
var mikið af góðu efni og man ég best eftir kvæði um vatnið,
sem Magnús Ásgeirsson hafði þýtt úr lágþýsku. Ég hef ekki
annars staðar séð eða fundið þetta kvæði, en þetta man ég úr
því.