Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.2002, Síða 19

Breiðfirðingur - 01.04.2002, Síða 19
VETRARDVÖL Á BLIKASTÖÐUM 17 af bókum. Ég fékk þó forskriftarbók, en fannst ekkert gaman að skrifa. Ég man að í henni stóð: „Það var á einu kveldi að loppa kom með loðna skó úr Lundúnaveldi. Þula“. Ég hafði áhuga á að vita, hver þessi Loppa var. Af hverju var hún með loðna skó? Hvað var þetta Lundúnaveldi? Þessi þula, af hverju var hún ekki öll? Mér þótti þau svör sem ég fékk ófull- nægjandi. Mamma var mest við eldamennskuna og stundum var ég að sniglast í kringum hana. Stór AGA-eldavél var í eldhúsinu. Hún var kynnt með koksi og var heit allan sólarhringinn. Þó eldavélin væri stór dugði hún illa fyrir þessa miklu elda- mennsku. Þess vegna var líka notað það sem kallað var moð- suða, en það var stór trékista vel einangruð og hólfuð fyrir pottana. Þegar hvellsauð í þeim á eldavélinni voru þeir teknir og látnir í kistuna og henni lokað með einangruðu loki. Þar mallaði svo áfram tímum saman og orðið vel soðið þegar upp úr var tekið. Moðsuðan þótti góður kostur við að sjóða kjöt. Annars held ég að þeir sem vöndust moðsuðu hafi lært hvað langan tíma hinar ýmsu tegundir matvæla þyrftu að vera í kistunni til að vera tilbúnar á borðið. Brauð voru bökuð heima, að minnsta kosti rúgbrauð og heilhveitibrauð. I stað þess að nota lyftiduft var notað súrdeig sem var búið til úr soðnum kartöflunum og deigi frá síðasta bakstri. Jólin þennan vetur eru mér ekkert sérlega minnisstæð. Farið var í sparifötin áður en borðað var á aðfangadagskvöld og farið til kirkju að Lágafelli á jóladag, svo var hátíðamatur. Um þetta leyti barst mér í hendur jólablað Alþýðublaðsins. I því var mikið af góðu efni og man ég best eftir kvæði um vatnið, sem Magnús Ásgeirsson hafði þýtt úr lágþýsku. Ég hef ekki annars staðar séð eða fundið þetta kvæði, en þetta man ég úr því.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.