Breiðfirðingur - 01.04.2002, Qupperneq 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
Margt annað var sér til gamans gert. Stundum fórum við
strákamir í landaparís en það var útileikur. Leikurinn fór
þannig fram að markað var land, reitur um hálfur fermetri með
striki allt um kring. Þá var skipt í tvo jafnstóra reiti, síðan
kastaði hver um sig hnífi í land hins til skiptis og þaðan sem
hnífurinn stakst var skorin lína að landamerkjum þess sem
kastið átti. Einnig var dregin lína að hringnum í kring. Nú var
sá sem átti kastið búinn að ná landi af mótherjanum, hnífurinn
varð að stingast niður til að mark væri á takandi, ef hann lagð-
ist flatur þá var það ómark og sá sem það kast átti missti tæki-
færi. Sá vann leikinn sem var fljótari að eignast meirihluta
lands hins.
Annar leikur var að kreppa hnefa hægri handar, þannig að
vöðvi í framhandlegg yrði harður, þá var tekinn oddhvass
hnífur og látinn falla úr nokkurri hæð beint á oddinn á hand-
legginn, þegar vöðvinn var vel harður datt hnífurinn niður án
þess að skurfa kæmi á, en þeir sem ekki voru vöðvastæltir
fengu oft skrámur.
Samkomulag við vinnupiltana var misjafnt, sumir voru mér
góðir, en aðrir reyndu að gera mér lífið leitt og höfðu gaman
af því að stríða mér og hvekkja. Ég var uppstökkur og hefni-
gjam, lét ógjaman minn hlut að óreyndu. Yið matborðið, þar
sem ég sat, fannst sumum kjörið tækifæri til þess að hrekkja
mig, þó að mamma væri að vinna í eldhúsinu. Það var meðal
annars gert með því að hella mjólk í hárið á mér. Eitt sinn er
þetta gerðist, var ég farinn að grenja og mamma kom og tók
mig hálfgert með valdi frá borðinu. Þá tókst mér að ná í gaffal
og henti í aðal fjandmann minn, beint í nefið svo úr blæddi.
Ég hef aldrei séð eftir þessu handbragði mínu. Þetta varð líka
til þess að Magnús gerði pilti tiltal og hrekkjum linnti við
borðhaldið, en færðist meira í fjósið og svæðin þar í kring.
Það var segin saga ef við strákarnir gerðum eitthvað sem
vinnupiltunum ekki líkaði, þá vorum við gómaðir, annar eða
báðir og stungið á hausinn niður í mjólkurkælinn, sem var
stórt kar úr steinsteypu alltaf fullt af köldu vatni. Hvað okkur
var lengi haldið niðri í vatninu eða oft stungið í það fór eftir