Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.2002, Síða 30

Breiðfirðingur - 01.04.2002, Síða 30
28 BREIÐFIRÐINGUR Menn munu þá yfirleit hafa brugðið við og farið að leita að því fé, er vantaði. A Hömrunum hér í Laxárdal bjuggu þá bræður tveir, Sigurður og Lárus Jónssynir. Báða vantaði þá kindur frá kvöldinu áður og bjuggust þeir til að leita um morguninn. Lárus beitti norðaustur frá bænum til Hólmavatnsheiðarinnar og sótti fé hans í svonefndar Hólsvatnahæðir. Getur það verið röskur klukkustundar gangur þangað frá Hömrum, þegar vel lætur. Sigurður beitti vestur af bænum, til hálsins, er þar auðveld- ara að smalaferðum - styttra að fara. Eftir að þeir voru famir af stað, fór fljótlega að fenna og var slyddukenndur snjórinn. Fór þá bráðlega að venda til norðanáttar, en skóf ekki strax, mokaði niður fönn. Svo stóð í tvo tíma. Vindurinn alltaf vax- andi og kólnaði nú snögglega. Kom þá skel á þá fönn, sem komin var og skóf aldrei niður í sveit. En úrkoman jókst jafnt og og þétt og fyrir myrkur var komin sortahríð og hörkufrost. Bylurinn hélst óslitinn allan mánudaginn, þriðjudaginn og miðvikudaginn, svo svartur, að ekki hét, að nokkurtíma sæist til jarðar. Seinnipart miðvikudags létti aðeins til lofts, en skafhríðin hélst áfram. Aðfaranótt fimmtudags gekk veðrið loks niður og skóf þó nokkuð fram eftir morgni. Snemma á fimmtudagsmorguninn kom hingað að Sólheim- um Sigurður á Hömrum. Sagði hann þær fréttir, að Lárus hefði ekki komið til bæjar. Var Sigurður að athuga um hjálp til að leita hans. Sigurður sagði mér, að hann hefði sjálfur farið að leita kinda á mánudaginn. Féð fann hann ekki. Lenti hann í hríðinni eftir að hún skall á, en var svo heppinn að rekast á túngirðingarhomið, norðvestan við bæinn. Var hríðin þá svo svört, að hann treysti sér ekki til að taka stefnuna heim. (Girð- ingin var nýlega uppgerð, stóð upp úr snjó en var girt langt út fyrir túnið sjálft á alla vegu. Að sunnanverðu allt niður undir Laxá). Hann tók það ráðið, að fara með girðingunni að norð- anverðu - fyrir norðaustanhornið, og tók svo stefnuna undan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.