Breiðfirðingur - 01.04.2002, Qupperneq 30
28
BREIÐFIRÐINGUR
Menn munu þá yfirleit hafa brugðið við og farið að leita að
því fé, er vantaði.
A Hömrunum hér í Laxárdal bjuggu þá bræður tveir,
Sigurður og Lárus Jónssynir. Báða vantaði þá kindur frá
kvöldinu áður og bjuggust þeir til að leita um morguninn.
Lárus beitti norðaustur frá bænum til Hólmavatnsheiðarinnar
og sótti fé hans í svonefndar Hólsvatnahæðir. Getur það verið
röskur klukkustundar gangur þangað frá Hömrum, þegar vel
lætur.
Sigurður beitti vestur af bænum, til hálsins, er þar auðveld-
ara að smalaferðum - styttra að fara. Eftir að þeir voru famir
af stað, fór fljótlega að fenna og var slyddukenndur snjórinn.
Fór þá bráðlega að venda til norðanáttar, en skóf ekki strax,
mokaði niður fönn. Svo stóð í tvo tíma. Vindurinn alltaf vax-
andi og kólnaði nú snögglega. Kom þá skel á þá fönn, sem
komin var og skóf aldrei niður í sveit. En úrkoman jókst jafnt
og og þétt og fyrir myrkur var komin sortahríð og hörkufrost.
Bylurinn hélst óslitinn allan mánudaginn, þriðjudaginn og
miðvikudaginn, svo svartur, að ekki hét, að nokkurtíma sæist
til jarðar.
Seinnipart miðvikudags létti aðeins til lofts, en skafhríðin
hélst áfram.
Aðfaranótt fimmtudags gekk veðrið loks niður og skóf þó
nokkuð fram eftir morgni.
Snemma á fimmtudagsmorguninn kom hingað að Sólheim-
um Sigurður á Hömrum. Sagði hann þær fréttir, að Lárus hefði
ekki komið til bæjar. Var Sigurður að athuga um hjálp til að
leita hans. Sigurður sagði mér, að hann hefði sjálfur farið að
leita kinda á mánudaginn. Féð fann hann ekki. Lenti hann í
hríðinni eftir að hún skall á, en var svo heppinn að rekast á
túngirðingarhomið, norðvestan við bæinn. Var hríðin þá svo
svört, að hann treysti sér ekki til að taka stefnuna heim. (Girð-
ingin var nýlega uppgerð, stóð upp úr snjó en var girt langt út
fyrir túnið sjálft á alla vegu. Að sunnanverðu allt niður undir
Laxá). Hann tók það ráðið, að fara með girðingunni að norð-
anverðu - fyrir norðaustanhornið, og tók svo stefnuna undan