Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 56

Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 56
54 BREIÐFIRÐINGUR manns síns fimm böm í ómegð. Eftir lát prestsins fór Magnús Ketilsson vestur og sókti prestsekkjuna og staðfestist hún og börn hennar á Skarði, en eftir það fór Skúli sonur Magnúsar að búa þar. Kunnastur barna Gunnhildar og Jóns var Eggert Jónsson á Ballará, prestur í Skarðsþingum d. 1846. Eggert taldi Magnús Ketilsson hafa haldið arfi eftir föður sinn og risu deilur sem stóðu alla ævi við afkomendur Magnúsar, Skúla sýslumann Magnúsen, sem bjó á Skarði til 1837, og síðar við Kristján Skúlason Magnúsen kammerráð sem sýslumaður varð eftir föður sinn. Ekki breytti þótt Eggert væri kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur, systur Skúla, og erfðist óvinátta Skarðverja til Friðriks Eggerz sonar séra Eggerts Jónssonar. Margir líta svo á að höfuðástæðan hafi verið að Eggerti hafi sviðið að fá ekki Skarð, heldur skyldi það erfast í kvenlegg. A þeim tíma var erfðaréttur karla tvöfalt meiri en kvenna, þ. e. konur erfðu einn þriðja móti tveimur þriðju hjá körlum. Meginatriðin í ævi séra Friðriks eru: Hann var fæddur á Ballará á Skarðsströnd 25. mars 1802, var aðstoðarprestur Eggerts föður síns frá 1826 þar til hann lést 1846, en varð eftir það embættislaus til 1859, er hann fékk Skarðsþing og hélt til 1872. Friðrik bjó í Búðardal á Skarðsströnd, á Hvalgröfum, í Akureyjum frá 1851, en flutti 1872 aftur að Hvalgröfum, þar sem hann andaðist 23. apríl 1894. Arið 1836 stofnaði séra Ólafur Sívertsen og fleiri Framfara- stofnunina í Flatey. Og um miðja nítjándu öld kom stofnunin sér upp sagnfræðistofnun, þ. e. þeir fengu Gísla Konráðsson norðan úr Skagafirði til Flateyjar og skyldi hann skrifa fyrir Framfarastofnunina. Þangað kom Gísli alkominn 1852, sat þar til hann dó níræður að aldri 1877 og skrifaði að heita mátti stanslaust.3 Eðlilega skrifaði hann Skarðsstrendinga sögu frá forneskju og fram á 19. öld. Hún er til í mörgum gerðum frá hendi Gísla og hann hafði þann sið að auka alltaf við. Elsti hlutinn er eðlilega aðeins úr fomsögum og skjölum. Hér er það eingöngu seinni parturinn sem skiptir máli, en yngsta gerð seinni hluta Skarðsstrendinga sögu nær til um 1870. Sá partur er til í mörgum handritum og kom eiginhandarrit Gísla Kon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.