Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 90

Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 90
88 BREIÐFIRÐINGUR svo ekki sé minnst á að elda uppréttur. Það er kalt að líta víkina fögru fyrir svefninn, brimið á ægifagurri víkinni, ströndin sem geymir alla sjóreknu drumbana og rekaviðinn. Sérstakt að berja þetta augum. Og enn skríðum við ofan í pokana okkar og segj- um góða nótt. Þvíiík ferð þar sem veður og vindar léku á okkur en ekki við okkur það sem af er að minnsta kosti. 24.júlí. Frá Bolungarvík til Furufjarðar Vaknað í Bolungarvík hjá Vilmundi bónda og allt gert klárt fyrir daginn. Eldum hafragraut og veður var mjög kalt, bann- sett rok og úrkoma. Okkur er ekkert að vanbúnaði, kveðjum Bolungarvík og Vilmund. Tökum strikið og göngum í okkur þokkalegan hita, förum hjá Drangsnesi sem er oddinn á milli Bolungarvíkur og Furufjarðar. Þar er heljarmikill drangur sem trónir yfir fjörunni og lítur til hafs. Við hröðum för okkar þar sem Bolungarvíkur ófærurnar eru enn eftir, og sýnist okkur vera að falla all hressileg að. Það er mjög stórgrýtt og flughált í fjörunni og yfirferðin mikil. Þá sjáum við í Furufjörðinn, en beint á móti oddanum er bjargið Kanna sem er stór og fallegur klettadrangur yst hinum megin við fjörðinn. Ofærurnar eru framundan en það er ekki að tilefnislausu að það nafn er notað. Það kemur í ljós að við erum í seinna lagi, bæði er stór- steymt eins og okkur var farið að gruna og ólgusjór. Ekki var um neitt annað að ræða en að láta vaða og komast fyrir þetta, og það fljótt. Það má með sanni segja að þama höfum við ver- ið á tæpasta vaðinu, þvílíkt í sjóinn og hrikalegir klettamir sem engan grið gefa, veður grátt og þungt yfir. Eg fór ófæruna þrisvar þennan dag. Síðan var að koma sér í skóna aftur og komast í skipbrotsmannaskýlið sem er í mynni Furufjarðar. Það tókst og nú var að berja hita í mannskapinn og löguð var hressileg kjötsúpa. Það hljóp hiti í kinn og sinn við súpuna og að vera komin í húskofann, þá var á áætlun að fara yfir Skor- arheiði og í Hrafnfjörð en fyrst ætluðum við að koma við í bænum Furufirði sem er stórt bjálkahús er stendur mitt í firð- inum, reisulegt hús og búsældarlegt á að líta. Athuga átti hvort
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.