Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 110
Steinólfur Lárusson
Fjárböðun
Eftirfarandi bréf var skrifað í nóvember anno 1986 og ætlað yfirdýralækni, en af-
hent Rögnvaldi Ingólfssyni. Barst í hendur Pétri Þorsteinssyni sýslumanni Dala-
sýslu í endaðan nóvember 1987 og frá honum til vélritara, með leyfi höfundar.
Það hefur borist mér til skinjunar að þrifabaða eigi allt sauðfé í
landinu á vetri komanda. Sú ákvörðun er minni persónu mjög
ifirþirmandi ógeðfelld af þeim sökum sem nú skal greina.
í æsku minni varð ég vitni að því að þessum málum voru
gerð svo rækileg skil hér í Skarðshreppi, að mér hefur aldrei
borið í hug síðan, að kláðamaur og færilús gætu upp vakist hér
í sveit, á meðan náðin lætur vort láð lífi og biggðum halda.
Á þessum tíma var í Skarðshreppi hreppsnefnd, sem sá
lengra en upp í miðjar hlíðar. Hún kaus tvo menn, mjög trú-
verðuga, er skildu niðurslá alla óværu í og á sauðfé í hreppn-
um, útvortis sem innvortis.
Þeir tóku embættisveitingu þessa mjög hátíðlega og alvar-
lega. Birjuðu á að láta skera sér klæði; jakka, með vösum
utaná og axlarspeldi; buxur, mjög aðskomar um kné, en mjög
brúsandi um rass og lendar; leðurstígvél, forkunnleg með jám-
hæl; höfuðfat, endurbættur sixpensari hafin mjög að framan
með reisn, og glansderi. Síðan hófust aðgerðir.
Komið var upp farandbaðkeri, flutt milli bæja á kviktrjám, í
það blandað lút mjög eitruðum en ljúflega ilmandi, aðfluttum
sunnan úr heimi. Féð síðan baðað sinn eftir sinn uns fullum
árangri var náð.
Einna erfiðast gekk með fé sem gekk í haga undir Baliarár-
bjargi. Þar er kjörlendi ágætlega ræktað af driti bjargfugla og