Breiðfirðingur - 01.04.2002, Page 126
124
BREIÐFIRÐINGUR
Vetrarfagnaður, sumarfagnaður og árshátíð á þorra eru fastir
liðir.
Haldið var jólaball 29. des. fyrir börnin.
I afmælisvikunni í nóvember var hagyrðingakvöld undir
stjórn Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Efnt var til laugardags-
göngu um Grafarvog í mildu og góðu veðri og um kvöldið var
skemmtun og dansleikur.
Aðventudagur fjölskyldunnar var 9. des. Breiðfirðinga-
kórinn söng og Ólöf Sigurjónsdóttir las ljóð, spilað var bingó
og borð svignuðu undan tertum og brauði. Þetta er að verða
einhver vinsælasta samkoma félagsins.
Dagur aldraðra var haldinn 6. maí. A dagskrá var upplestur
Guðríðar Guðbrandsdóttur og Elísar G. Þorsteinssonar og
söngur Breiðfirðingakórsins. Kórinn vígði þá nýja söngpalla,
sem eru sérlega vandaðir. Félag Breiðfirskra kvenna sá um
veitingamar.
Snemma í júní var árleg vinnuferð farin í gróðurreit félags-
ins í Heiðmörk. Þar var grisjað og snyrt. Þessar júníkvöld-
stundir í Heiðmörkinni eru mjög notalegar, ekki síst þegar allir
setjast niður með kaffið sitt og spjalla í lok snarprar vinnulotu.
Sumarferðin 2001 var farin að Geysi í Haukadal. Þar var
aðstaða öll mjög góð, gott tjaldstæði, einnig hægt að gista í
herbergjum og skemmtilegur salur til samkomuhalds. Farið
var í kirkjuna í Haukadal og í göngu um skóginn undir leið-
sögn Amórs Karlssonar. Ferðin var fjölmenn, 120 manns.
Skemmtinefnd stóð fyrir námskeiðum í línudönsum og gömlu
dönsunum. Einnig var námskeið í upplestri sem Guðbrandur
Valdimarsson hafði veg og vanda að.
Breiðfirðingakórinn kom fram á degi aldraðra í maí og á
aðventudegi fjölskyldunnar. Söngur kórsins kryddar vel þessar
samkomur félagsins og framlag hans er mikils metið. Kórfé-
lagar eru um 50 talsins. Kári Gestsson kórstjóri lét af störfum
vorið 2001 og s.l. haust tók Hrönn Helgadóttir við stjórninni.
Kórinn hélt vortónleika í Breiðfirðingabúð í apríl.
Hús félagsins, Breiðfirðingabúð, þarfnast viðhalds eins og
önnur hús og bæði húsvörður og stjórn félagsins hafa lagt