Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 6
6 18. maí 2018fréttir Dýrustu þingmennirnir n rúmlega 100 þúsund krónur í kostnað við síma og net á mánuði n sími þorgerðar Katrínar er rauðglóandi n steingrímur hefur kostað 7 milljónir s teingrímur J. Sigfússon er dýrasti þingmaður lands- ins ef mið er tekið af upp- lýsingum á vef Alþing- is sem heldur utan um kostnað þingmanna. Steingrímur kost- aði rúmar sjö milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og mun því kosta um 28 milljón- ir króna á ári, að öllu óbreyttu. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er ódýrasti þingmaður landsins, en hann kostaði rúmlega 3,5 millj- ónir króna yfir sama tímabil. Til samanburðar er meðalkostnað- ur við alþingismann rúmlega 4,8 milljónir á þessum fyrstu þrem- ur mánuðum. Sigurður Páll Jóns- son, þingmaður Flokks fólksins, hefur þegið hæstu greiðslurnar fyrir fastan kostnað og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er með hæsta reikn- inginn fyrir síma og net. Þá eyðir Alþingi mest í ferðalög utanlands fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingkonu VG, og Albertína Frið- björg Elíasdóttir, þingkona Sam- fylkingarinnar, eyðir mest í ferða- lög innanlands. Kostnaður við ráðherra enn hulinn Nýr vefur um kostnað alþingis- manna var opnaður um miðj- an mars á þessu ári. Þar má finna upplýsingar um laun og ýmsan kostnað í tengslum við þá einstaklinga sem eiga sæti á Al- þingi. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa upplýsingar birst fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Markmiðið er að þann 25. hvers mánaðar muni upplýsingar fyrir undangenginn mánuð birtast. Þá er á döfinni að birta upplýsingar vegna kostn- aðar þingmanna allt að ára- tug aftur í tímann. Rétt er að taka fram að á vefnum birtast að- eins greiðslur sem ber- ast frá Alþingi. Kostn- aður sem fellur til í ráðuneytum er ekki birtur og því er ýmis kostnaður við ráðherra landsins hulinn, með- al annars símakostn- aður og kostnaður við ferðalög. n Dýrustu þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon – 7.050.445 Sem forseti Alþingis er Steingrímur með ráðherralaun, eða 1,8 milljónir á mánuði og tæplega 5,5 milljónir yfir þrjá mánuði. Þá þiggur hann 522 þúsund krónur í fastan kostnað og hefur ferðast innan- og utanlands fyrir rúma 1 milljón króna. Kostnaður við síma og net er aðeins um 35 þúsund krónur. Logi Einarsson – 6.745.888 Formaður Samfylkingar þiggur 1,65 milljónir króna á mánuði í laun, eða um 5 milljónir á þremur mánuðum. Þá fær hann greiddan fastan kostnað upp á um 773 þúsund krónur og hefur ferðast innan- og utanlands fyrir rúma 1 milljón. Engir reikningar fyrir síma eða net eru bókaðir á Loga. Ásmundur Einar Daðason – 6.344.659 Mestu munar um að Ásmundur Einar þiggur um 1,8 milljónir á mánuði í ráðherralaun auk þess sem hann hefur þegið tæplega 600 þúsund krónur í fastan kostnað og ferðast innanlands fyrir um 250 þúsund krónur. Annar kostnaður, meðal annars við utanlandsferðir, síma og net, liggur ekki fyrir hjá ráðherrum. Það má því gera ráð fyrir því að Ásmundur Einar hefði gert atlögu að efsta sætinu ef sá kostnaður væri gefinn upp. Næstir á lista: n Kristján Þór Júlíusson, 6.161.790 n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 6.145.250 n Lilja Rafney Magnúsdóttir, 6.070.651 n Þórunn Egilsdóttir, 6.066.311 Hæsti fasti Kostnaðurinn Sigurður Páll Jónsson, Miðflokkur – 880.203 Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, þiggur hæsta fasta kostnaðinn af öll- um þingmönnum. Hann hefur þegið 670 þúsund krónur í húsnæðis- og dvalarkostnað, 90 þúsund krónur í fastan ferðakostnað í kjördæminu og 120 þúsund krónur í fastan starfskostnað. Logi Einarsson, Samfylking – 772.987 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Samfylking, – 768.227 Lægsta fasta kostnaðinn þiggja Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Ólafur Ísleifsson, eða 90 þúsund krónur á mann. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is ferðaKostnaður utanlanDs Rósa Björk Brynjólfsdóttir, VG – 864.116 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir – 699.020 Rósa Björk og Áslaug Arna hafa eytt mest í ferðir erlendis á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ástæðan fyrir því er seta þeirra í utanríkismálanefnd. Áslaug Arna er formaður nefndarinnar en Rósa Björk varaformaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.