Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 72
72 18. maí 2018fréttir - eyjan F rambjóðendur Sósíalista- flokksins eru láglaunafólk, lífeyrisþegar og annað fá- tækt fólk sem ætlar að taka sér völd. Það sættir sig ekki leng- ur við að vera sett til hliðar; held- ur stígur það inn úr skugganum og krefst síns sess við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Án baráttu alþýðu manna, hinna verr settu, væri samfélagið snautt af gæðum, þetta kennir sagan okkur. Almannatryggingar, skóli fyrir alla, ókeypis heilbrigðisþjónusta, átta stunda vinnudagur, sumarleyfi – þessu er tekið sem gefnu en er það ekki. Á undanförnum árum og ára- tugum hefur ójöfnuður aukist og samfélagið aftur orðið grimmara og ástæðan er sú að alþýða þessa lands hefur ekki lengur aðgang að valdinu – þar sitja auðkýfingar og yfirstétt einir og véla um málefni okkar hinna. En nú ætlum við að breyta þessu. Við erum fátæk vegna þess að við höfum ekki haft völd. Hin ríku eru rík vegna þess að þau hafa völd. Við ætlum að vinna okkur úr fátækt með því að taka völdin og breyta samfélaginu. Hin ríku og valdamiklu geta aldrei tek- ið ákvarðanir fyrir okkur hin. Þau taka alltaf ákvarðanir út frá eig- in hagsmunum. Við viljum sjálf ákveða hvernig samfélag okk- ar lítur út. Við viljum ekki að það sé ákveðið fyrir okkur. Það er ekki hægt að tala um lýðræði þegar stórum hópi fólks er skipulega haldið frá völdum. Í Reykjavík ríkir húsnæð- iskreppa sem grefur undan lífskjörum leigjenda. Við viljum færa leigjendum völd til að breyta þessu. Í Reykjavík hefur verið grafið undan kjörum og réttindum lág- launafólks með gerviverktöku og samningum við starfsmannaleig- ur. Við viljum færa láglaunafólki völd til að breyta þessu. Í Reykjavík eru innflytjend- ur jaðarhópur. Þeir eru flestir í láglaunastörfum og búa margir í ósamþykktu og heilsuspillandi húsnæði. Við viljum færa innflytj- endum völd til að breyta þessu. Í Reykjavík mætir fátækt eftir- launafólk og öryrkjar skilnings- leysi um þarfir sínar. Við viljum færa eftirlaunafólki og öryrkjum völd til að breyta þessu. Í Reykjavík mætir fátækasta fólkið, sem háð er borginni um húsnæði og framfærslu, fordóm- um og útilokun. Við viljum færa fátæku fólki vald til að breyta að- stæðum sínum. Við sósíalistar viljum ekki móta samfélagið að hagsmunum hinna ríku og valdamiklu. Þannig eru samfélög brotin niður. Við sósía- listar viljum móta samfélagið að þörfum og væntingum alþýðunn- ar. Þannig byggjum við gott samfé- lag fyrir alla. Kjósið betra samfélag. Kjósið sósíalista. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti sósíalista í Reykjavík Þannig byggjum við gott samfélag N ú í aðdraganda borgar- stjórnarkosninganna er mjög látið í veðri vaka að allt sé í lukkunnar velstandi í Reykjavík, borgin sé lif- andi, skemmtileg og mikið að ger- ast. Skóflustungur eru teknar og klippt á borða sem aldrei fyrr. Víst er að miklir peningar eru í um- ferð, ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega og miklar framkvæmd- ir eru í gangi. Vandinn er bara sá að í Reykjavík er stærstur hluti uppbyggingarinnar knúinn áfram af fjármagninu, og þegar mark- aðslögmál kapítalismans ráða ferðinni, safnast auðurinn á fáar hendur á kostnað okkar hinna. En þegar slær í bakseglin er gróðan- um líka bjargað á kostnað hins fá- tæka almúga. Þá kemur það líka niður á velferðinni, skólunum, at- vinnutækifærum og lífskjörunum í víðum skilningi. Þessar sveiflur þekkjum við af nýlegri reynslu. Bak við glansmyndina Bak við þá glansmynd sem frá- farandi meirihluti bregður upp af lífinu í borginni eru þúsund- ir fjölskyldna sem ekki hafa borið sitt barr eftir fjármálahrunið fyrir áratug, og sér ekki fram á að geta það. Þar ræður mestu að brask- arar drottna yfir húsaleigumark- aðnum, og leigan hækkar stöðugt. Á sama tíma eru lúxusíbúðir til sölu á Hafnartorgi fyrir yfir millj- ón á fermetrann. Heimilislausum hefur fjölgað tvöfalt á þessu kjör- tímabili þrátt fyrir yfirlýst góðæri. Kvíðaröskun og þunglyndi hef- ur aukist mikið og leggst þungt á einstaklingana og samfélagið. Mikill fjöldi fólks er fastur í fá- tækt og margvíslegum félagsleg- um vanda. Leikskólar hafa þurft að loka deildum vegna manneklu. Grunnskólakennarar eru lang- þreyttir á lökum kjörum og slæmri vinnuaðstöðu, og við blasir langvarandi skortur á menntuðum kennurum vegna lítillar aðsóknar í kennaranám. Þessi vandamál eru beinar afleiðingar markaðshyggj- unnar, og þau verða því ekki leyst með áframhaldi hennar. Brauð- molarnir sem hrynja af borði auð- valdsins eru fáir og smáir. Metaf- koma borgarsjóðs á einu ári hrekkur skammt til að leysa sam- félagsleg vandamál, þegar ekki er tekið á orsökum þeirra. Þá getur að óbreyttu komið upp sú staða, t.d. með afturkipp í ferðaþjón- ustu, að húsnæði standi autt, en húsnæðisvandi fátæks fólks verði áfram óleystur. Annar valkostur Fyrir um það bil áratug fór fjöldi byggingarverkefna í þrot vegna kreppunnar. Í kjölfar þess hefði Reykjavíkurborg verið í lófa lagið að yfirtaka nokkurn hluta þeirra og ljúka þeim. Þannig hefði mátt draga verulega úr atvinnuleysi og koma í veg fyrir þann húsnæðis- skort sem skapaðist á næstu árum þar á eftir. Einnig hefði verið hægt að grípa fyrr í taumana og tak- marka útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna. Þá gætum við í dag verið í þeirri stöðu að Reykjavíkur- borg hefði nægilegt húsnæði til fé- lagslegrar útleigu til að hafa áhrif á markaðinn og koma í veg fyrir okur. Það gæti stuðlað að auknum jöfnuði, minni streitu og kvíða. Minni kostnaður væri við fjár- hagsstuðning til borgarbúa og því meiri peningar til að standa und- ir rekstri skólanna og og öðrum samfélagslegum verkefnum. Enn fremur gæti borgin skipulagt verð- mætaskapandi atvinnurekstur á ýmsum sviðum til að tryggja at- vinnutækifæri fyrir alla, og einnig til að skapa tekjur til að standa undir samfélagslegum verkefnum á sviði velferðar, samgangna, sorp- hirðu, o.fl. Reykjavíkurborg ber lagaleg skylda til að tryggja íbúum sínum þak yfir höfuðið og bærilega af- komu. Þá skyldu hefur borgin ekki rækt vegna þess að markaðsöfl- in hafa ráðið ferðinni. Það er því nauðsynlegt að breyta um stefnu til að losa borgarbúa undan oki fátæktar og þeim áhyggjum og streitu sem því fylgir. Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin hefur markað stefnu sem byggist á félagslegum lausnum til að tryggja jöfnuð og réttlæti í samfélaginu. Þessi stefna verður þó ekki að veruleika með því einu að kjósa R-lista Alþýðu- fylkingarinnar í komandi kosn- ingum. Til þess er nauðsynlegt að fjöldinn fylki sér til baráttu fyr- ir aukinni félagsvæðingu og eins- tökum markmiðum sem bein- ast í þá átt. Ýmsir munu beita sér hart gegn því að minnka svigrúm fyrir ofurgróða auðmagnsins, en fleiri munu taka undir kröfu um réttlátara samfélag, sem byggist á sanngjörnum hlut fyrir sanngjarnt framlag. Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík Markaðsvæðing eða félagslegar lausnir? Á rið 2012 var undirritað- ur samningur milli sveitar- félaganna á höfuðborgar- svæðinu og ríkisins. Þá var við völd ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur og Steingríms J. Sig- fússonar. Vinstri meirihluti sat í borginni og var Jón Gnarr titlaður borgarstjóri, þótt allir viti að Dag- ur B. Eggertsson hafi gegnt stað- gengilshlutverki hans. Við undirritun afsöluðu sveitarfélögin öllu framkvæmda- fé til viðhalds og uppbyggingar sem ríkið þó er ábyrgt fyrir. Samn- ingurinn átti að efla almenn- ingssamgöngur, 10 milljarðar á 10 árum. Allt fjármagnið renn- ur til Strætó en fjölgun farþega hefur ekki orðið og verkefnið því ónýtt. Þessum 10 milljörðum er hent út um gluggann. Á meðfylgj- andi mynd, eftir Viðar Frey Guð- mundsson, sést glöggt mynd- rænt hversu samningurinn var galinn fyrir hönd Reykjavíkur- borgar. Hætt var við Miklubraut í stokk og Hlíðarfótsgöng þótt þær samgöngubætur væru algjör forsenda uppbyggingar Landspít- alans við Hringbraut. Við í Mið- flokknum lítum mjög alvarlegum augum á að Sundabraut hafi ver- ið slegin út af borðinu og skiljum ekki þann gjörning að fórna henni fyrir tilraunaverkefnið með Strætó. Einnig var fjórum breikkunum á lykilstofnbrautum fórnað og sex mislægum gatnamótum þar sem slysatíðni er mjög há. Líklega er Strætósamningurinn dýrasta og afdrifaríkasta tilrauna- verkefni, öryggislega séð, sem farið hefur verið í á Íslandi með tilheyrandi tapi fyrir íbúa höfuð- borgarsvæðisins alls. Öryggi allra var fórnað því Vegagerðin lagði hart að borginni að hefja sína vinnu vegna lagningar Sunda- brautar vegna öryggissjónarmiða. Miðflokkurinn beitir sér fyrir fjölskylduvænum samgöngum og að öryggi allra vegfarenda verði að vera í öndvegi. Það ríkir ófremdar- ástand í borginni og hefur núver- andi meirihluti markvisst unnið að því að tefja för fjölskyldubílsins með þrengingu gatna og óstilltra umferð- arljósa. Miðflokkurinn ætlar að leysa almennan flæðisvanda umferðar í borginni með bestun umferðarljósa, fjölgun hringtorga og/eða mislægra gatnamóta og lagningu Sundabraut- ar um Sundagöng. Kjörnum full- trúum ber skylda til þess að að hafa umferðarmál sveitarfélaganna í lagi til að gera tímann úti í umferðinni sem bærilegastan fyrir fjölskyldurn- ar sem í sveitarfélaginu búa. Hindr- unum umferðarflæðis á stofnæð- um verður að ryðja úr vegi því allar óþarfa tafir auka mjög mengun í borginni. Göngubrýr eða undirgöng eru nauðsynleg t.d. á Miklubraut/ Hringbraut. Óskiljanlegt er að ekki skuli vera búið að gera neitt í þess- um málum svo árum skiptir nema að fjölga gönguljósum. Öryggi allra er í húfi – gangandi, hjólandi og keyrandi. Við í Miðflokknum gerum alvarlegar athugasemdir við það hvernig samgöngumálum í borginni er farið. Meirihlutinn skýlir sér á bak við ríkið í flestum málum er að samgöngum snúa og talar eingöngu fyrir borgarlínu og að hún eigi að leysa allan sam- gönguvanda. Það er fullkomið ábyrgðarleysi og uppgjöf fyrir ver- kefninu og klúðrinu sem þau hafa komið borginni í. Þau eru ófær um að leysa málin og því er lífs- nauðsynlegt að skipta nýju liði inn á völlinn. X-M fyrir fjölskyldurnar og fjölskyldubílinn. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík Samgöngumál höfuðborgarsvæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.