Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 48
Barnið 18. maí 2018KYNNINGARBLAÐ
Fyrirtækið 9 mánuðir var upp-haflega stofnað árið 2002 af ljósmóðurinni Guðlaugu Maríu
Sigurðardóttur og er því orðið rótgró-
ið fyrirtæki sem margir þekkja. Eins
og nafnið bendir til má ætla að fyrir-
tækið bjóði einungis upp á þjónustu
við barnshafandi konur en svo er það
þó ekki. „Við bjóðum alla velkomna,“
segja þær Elín Arna Gunnarsdóttir og
Guðrún I. Gunnlaugsdóttir, ljósmæður
og núverandi eigendur 9 mánaða.
„Þó svo að stærsti kúnnahóp-
ur okkar sé barnshafandi konur og
þeirra makar þá bjóðum við fjöl-
skylduna alla velkomna og hingað
koma t.d. bæði konur og karlar í gott
heilsunudd og/eða nálastungur
þar sem við erum með 6 frábæra
nuddara starfandi hér og 2 sér-
fræðinga í nálastungum.“
Heilsunudd
Algengt er að fólk leiti til nuddara til
slökunar eða vegna verkja í stoðkerfi.
Nudd er samheiti margra meðhöndl-
unarforma sem öll eiga það sameig-
inlegt að vera byggð á snertingu.
Nuddið er alltaf ákveðið í samráði
við nuddþegann og eftir hans óskum
og álagssvæðum.
Nuddmeðferðin getur beinst að
einhverjum ákveðnum líkamspört-
um, gjarnan baki, öxlum og hnakka
en einnig getur meðferðin beinst að
öllum líkamanum. Í lok nudds ætti að
hafa slaknað á vöðvum og verkjum,
blóðflæði aukist og losnað um streitu
á sál og líkama.
Meðgöngunudd
Meðgöngunudd er góður valkostur
fyrir barnshafandi konur. Eitthvað
það besta sem konan getur veitt sér
á meðgöngunni er að fara reglulega
í nudd. Konur geta komið í með-
göngunudd alla meðgönguna þó
að algengasti tíminn sé eftir viku 20
þegar kúlan er byrjuð að stækka
og litla krílið að þyngjast. Breyting
á líkamsstöðu konunnar ásamt
þyngdaraukningu gera það að verk-
um að barnshafandi kona beitir sér
öðruvísi en ella og við það er mjög
algengt að komi fram verkir frá stoð-
kerfi.
Meðgöngunudd er, eins og önnur
nuddform, unnið á heildrænan hátt
í samvinnu við konuna. Tekið er tillit
til þarfa hverrar konu fyrir sig, en
algengustu álagssvæði á meðgöngu
eru axlir, brjóstbak, mjóbak, svæði
mjaðmagrindar og kálfar. Nuddið er
þétt og losandi og hjálpar sogæða-
kerfinu til að skila sínu hlutverki, en oft
fá konur meðgöngutengdan bjúg þar
sem aukið álag er á sogæðakerfið.
Boðið er upp á sérstaka með-
göngubekki hjá 9 mánuðum sem gera
barnshafandi konum kleift að liggja
á maganum, með stuðning undir
kúluna, sem hentar vel alla með-
gönguna. Hver nuddtími miðast við
klukkustund.
Nuddarar 9 mánaða eru þær Sig-
rún Þórólfsdóttir, Sigríður Ásta Hilm-
arsdóttir, Kristjana Kjartansdóttir,
María Guðjónsdóttir, Björk Valdimars-
dóttir og Hafdís Ósk Jónsdóttir. Þær
hafa allar lokið fullgildu nuddnámi frá
Nuddskóla Íslands og eru meðlimir í
Félagi íslenskra heilsunuddara.
Nálastungur
Akúpunktur/Nálastungur eru eitt af
elstu kerfum lækninga í heiminum
og er aðferðin notuð til að ná jafn-
vægi líkamlegrar og andlegrar heilsu.
Meðferðin felst í því að nota örþunn-
ar, einnota, sótthreinsaðar nálar og
er þeim stungið í sérvalda punkta um
líkamann til að hafa áhrif á qi (orku
líkamans) okkar.
Lífsstíll fólks nú til dags er oft og
tíðum hraður og streituvaldandi.
Þessi streita getur komið okkur úr
náttúrulegu jafnvægi og skaðað
orku- og blóðflæði líkamans sem
getur leitt til líkamlegra og andlegra
kvilla.
Í kínverskum lækningum er litið á
einstaklinginn og líkamann sem eina
heild og með því að skoða ítarlega
heilsu sjúklings og nota greiningar-
kerfi kínverskra læknisfræða er komið
auga á rót vandans.
Með því að hafa áhrif á rót vand-
ans virkjum við líkamann og minnum
hann á hvernig hann getur tekist á við
vandamálið sem er til staðar. Þannig
náum við jafnvægi og náum betri
líkamlegri og andlegri heilsu.
Hjá 9 mánuðum eru ýmsir með-
ferðarmöguleikar í boði. Dæmi um
meðferðir eru t.d. vegna:
n Ógleði
n Grindarverki og/eða lífbeinsverki
n Svefnleysi
n Bjúg
n Kvíða og óróleika
n Fótaóeirð
n Karpal Tunnel (doða í höndum)
Á meðgöngu er í boði að koma í
svokallaðar undirbúningsnálar þar
sem stungið er á ákveðna punkta
sem eru mild örvun og slökun. Þessi
meðferð er í boði frá viku 36 og fram
að fæðingu.
Helsti ávinningur af nála-
stungumeðferð á meðgöngu er
slökunin sem konur finna eftir með-
ferð og minni einkenni þeirra kvilla
sem verið er að meðhöndla.
Tveir nálastungusérfræðingar eru
starfandi hjá 9 mánuðum.
Aldís S. Sigurðardóttir sérfræðing-
ur í akupunktur/nálastungum
Aldís stundaði háskólanám í aku-
punktur/nálastungum hjá The Colle-
ge of Integrated Chinese Medicine í
Bretlandi og Polly Ambermoon og er
einnig sérfræðingur í nálastungum,
menntuð frá Ástralíu, Kína og USA,
Námskeið hjá 9 mánuðum
Ungbarnanuddnámskeið
Ungbarnanudd hefur verið mikilvæg-
ur þáttur í uppeldi barna í mörgum
samfélögum, þar á meðal á Indlandi
og víða í Afríku. Vesturlandabúar
kynntust ungbarnanuddi fyrir rúm-
lega 30 árum og hefur það verið
mjög vinsælt síðan.
Ungbarnanudd er góð leið til þess
að sýna ást og umhyggju til barnsins
í gegnum snertingu sem er mikilvæg
fyrir vöxt og velferð barna.
Á þessu námskeiði læra foreldrar
róandi nuddstrokur og snertingu sem
hefur verið í þróun í mörg ár.
Hafdís Ósk Jónsdóttir er leiðbein-
andi á þessu námskeiði. Hafdís er
Nuddstofa
9 MÁNUðIr:
Heilsumiðstöð fyrir
alla fjölskylduna