Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 73

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 73
18. maí 2018 fréttir - eyjan 73 S víar ganga að kjör- borðinu í haust og kjósa til þings. Kosningabarátt- an er þegar hafin þó ekki sé það af fullum krafti. Segja má að kúvending hafi átt sér stað að þessu sinni því útlendingamál- in verða rædd í kosningabarátt- unni en það hafa flestir flokkanna ekki viljað gera fram að þessu. Svíþjóðardemókratarnir hafa sett útlendingamálin á oddinn á undanförnum árum en flokkurinn er mjög gagnrýninn á stefnu Svía í útlendingamálum og vill draga mjög úr straumi flóttamanna og innflytjenda til landsins. Í að- draganda síðustu þingkosninga lýstu allir hinir stjórnmálaflokk- arnir því yfir að þeir myndu ekki starfa með Svíþjóðardemókrötun- um að kosningum loknum. Þannig var flokkur sem fékk tæplega 13 prósent atkvæða útilokaður frá öll- um áhrifum á sænska þinginu, um þetta gátu hinir flokkarnir samein- ast. Alls 163.000 hælisleitendur komu til Svíþjóðar 2015. Þá var landamærunum lokað þar sem Svíum fannst sem þeir væru að drukkna í flóttamannastraumn- um og réðu ekki við að taka við svona miklum fjölda. Í kjölfarið hafa sænsk stjórnvöld lagt áherslu á samstöðu Evrópuríkja í mála- flokknum. Yfirborð sænskra stjórnmála er að jafnaði ansi pent og útlendinga- málin og það sem þeim tengist hefur ekki verið til mikillar um- ræðu. En nú hefur málaflokkurinn brotist upp á yfirborðið, ef svo má segja, og verður væntanlega eitt heitasta kosningamálið. Hing- að til hafa sænskir stjórnmála- menn ekki rætt áhrif innflytjenda á sænskt samfélag eða hvernig að- lögun þeirra að sænsku samfélagi hefur tekist eða hvernig hún á að fara fram. Nýlega mættust leiðtogar stjórnmálaflokkanna í umræðum í Sænska ríkissjónvarpinu (SVT). Í umræðunum spurði Ulf Kristers- son, formaður Moderaterne, sem er frjálslyndur íhaldsflokkur, Stef- an Löfven, forsætisráðherra og formann jafnaðarmanna, hvort ekki væri rétt að rannsaka þjóðerni meintra gerenda í nauðgunarmál- um í Svíþjóð en þeim hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum. Löfven var ekki alveg á þeim bux- unum en útsendingu þáttarins var varla lokið þegar hann hafði skipt um skoðun og sagði að það gæti verið góð hugmynd að rannsaka hvort tengsl séu á milli mikillar fjölgunar innflytjenda og fjölgun- ar nauðgunarmála. Í samtali við Expressen sagði Löfven að hann myndi að minnsta kosti ekki koma í veg fyrir að forvarnarráðið Brå myndi rannsaka þetta. Ekki liðu heldur margar klukku- stundir frá því að Löfven sagði þetta þar til Brå skipti einnig um skoðun og sagði að þar á bæ væri nú ætlunin að kortleggja hvaðan meintir gerendur í nauðgunar- málum koma. Algjör kúvending Hingað til hafa bæði Brå og lang- flestir stjórnmálamenn vísað í niðurstöður rannsóknar frá 2005 og staðið fast á að það væri ekki þjóðerni fólks sem væri vert að skoða heldur margir aðrir þættir. Aftonbladet fjallaði nýlega um nauðgunarmál á árunum 2012– 2017 þar sem gerendur höfðu náðst. Alls 112 dómar voru teknir til umfjöllunar og var niðurstaða blaðsins að 82 af þeim sem höfðu hlotið dóma væru fæddir utan Sví- þjóðar. Í kjölfar þessarar umfjöll- unar hefur þrýstingur á frekari rannsóknir á málaflokknum farið vaxandi. Stina Holmberg, rannsóknar- stjóri hjá Brå, sagði í samtali við SVT að þar á bæ væri verið að íhuga hvort rannsaka eigi hlutfall útlendinga í heildartölunum og hvort hlutfall þeirra hafi aukist eða dregist saman frá 2005. Innflytjendamál í heild voru einnig til umræðu í fyrrgreind- um umræðuþætti. Dagens Nyhet- er sagði eftir umræðurnar að þær hafi að miklu leyti snúist um inn- flytjendamál í stað atvinnumála, velferðarmála, afbrota og refs- inga. Það kom einnig skýrt fram í umræðunum að bæði Löfven og Kristersson, sem stefna báðir á forsætisráðherrastólinn að kosn- ingum loknum, munu eiga erfitt með að fá stuðning í baklöndum sínum við hertar reglur. Áður en umræðurnar fóru fram kynntu Svíþjóðardemókratarn- ir hugmyndir sínar um stefnuna í innflytjendamálum. Þeir lögðu þar áherslu á að tekið yrði á móti færri flóttamönnum og að fleiri móttökumiðstöðvar verði settar á laggirnar. Þá verði þeim vísað úr landi sem fá höfnun við hælisum- sóknum. Svíþjóðardemókratarnir þóttu standa sig best Að umræðunum loknum kann- aði SVT hug áhorfenda um hver leiðtoganna hafi staðið sig best. Jimmie Åkesson, leiðtogi Sví- þjóðardemókrata, var þar efstur á blaði. 30 prósent aðspurðra sögðu að hann hefði staðið sig best þegar rætt var um „lög og reglur“ og „innflytjendamál“. Þegar fólk var spurt af hverju því þótti hann hafa staðið sig best var svarið að hann „hefði sagt sannleikann“. Kristersson þótti hafa staðið sig best í umræðum um „atvinnu og velferð“ en Stefan Löfven, sitjandi forsætisráðherra, þótti hafa staðið sig verst í mörgum málaflokkum að mati áhorfenda. Mats Knutson, stjórnmálaskýr- andi SVT, segir að hugsanlega megi skýra góða útkomu Åkesson með að Svíþjóðardemókratarn- ir séu í einstakri stöðu í sænsk- um stjórnmálum. Aðrir flokkar hafi ekki viljað starfa með þeim og því hafi flokkurinn aldrei þurft að fara málamiðlunarleið og geti því gagnrýnt hina flokkana án þess að þeir geti kallað hann til ábyrgðar. Hann vill þó heldur ekki útiloka að Åkesson hafi einfaldlega ver- ið á heimavelli í umræðunni um útlendingamálin sem hafi verið helsta mál Svíþjóðardemókrata. Svíþjóð er síðasta vígi jafn- aðarmanna á Norðurlöndun- um. Flokkurinn hefur aldrei feng- ið minna en 30 prósent atkvæða í kosningum og nokkrum sinnum fengið hreinan meirihluta. Skoð- anakannanir benda til að nú geti orðið breyting á og að flokkurinn geti fengið minna en 30 prósent atkvæða í september. Kannanir benda til að Modera- terne haldi nokkurn veginn sama fylgi og í síðustu kosningum. Sömu kannanir benda til að Svíþjóðar- demókratarnir auki enn fylgi sitt og fái um 18 prósent atkvæða og bæti þá við sig um 5,5 prósentu- stigum frá síðustu kosningum. n Nú verða útlendingamálin rædd n 2 af þeim sem höfðu hlotið dóma fæddir utan Svíþjóðar n Svíþjóðardemókratar þóttu standa sig best Ulf Kristersson. Stefan Löfvén. „Alls 112 dómar voru teknir til umfjöllunar og var niðurstaða blaðsins að 82 af þeim sem höfðu hlotið dóma væru fæddir utan Svíþjóðar. Guðni Einarsson gudnieinarsson@dv.is Flóttamenn í Svíþjóð. Húsgagnaval - Höfn í Hornafirði I Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Rúmföt & lök mikið úrval Sloppar fyrir bæði kyn Handklæði Mikið úrval Gerið gæða- og verðsamanburð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.