Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2018, Blaðsíða 32
Sumarnámskeið 18. maí 2018KYNNINGARBLAÐ Silja Úlfars: „Þeir sem koma til mín eru metnaðarfullir og vilja ná árangri“ Hlaupanámskeið fyrir unglinga Silja Úlfarsdóttir var fljótasta kona Íslands í yfir áratug og æfði einnig bæði hand- og fót- bolta. af slysni fór hún að þjálfa aðra í að auka hraða og snerpu og komst að því að henni finnst það einstak- lega skemmtilegt og gefandi. „faðir gylfa sigurðssonar fékk mig á sínum tíma til að aðstoða gylfa við að ná aukahraða og þá uppgöt- vaði ég hvað þetta er skemmtilegt,“ segir silja. „síðan þá hef ég unnið við þjálfun og ég hef þjálfað mikið af afreksfólki síðan árið 2008, marga meistaraflokka, til dæmis fH bæði í hand- og fótbolta og einnig fullt af öðrum liðum. Ég hef unnið við að hjálpa unglingum, leikmönnum og afreksmönnum að bæta hraða og styrk.“ silja tók sér þó pásu frá þjálfun fyrir tveimur árum þar sem hún fót- brotnaði illa. „Ég var hins vegar farin að sakna þess að þjálfa unglinga og dró því þjálfaraskóna fram aftur fyrir rúmu ári síðan.“ miðvikudaginn 23. maí næst- komandi hefst hlaupanámskeið hjá silju fyrir unglinga, en margir sem æfa fótbolta eða handbolta leita til hennar. „námskeiðið er fyrir unglinga á aldrinum 10–18 ára og þar hjálpa ég ungum íþróttamönnum að bæta hraða, snerpu og hlaupastíl.“ „Það eru margir sem hlaupa rangt og geta þannig meiðst, og sumir hlaupa á þann hátt að þeir stoppa sig í hverju skrefi, þannig ef þeir ætla að auka hraðann þá fer ég vel og skemmtilega í þá hluti. Ég er búin að bjóða upp á námskeiðið í mörg ár.“ námskeiðið er í fimm vikur og hver iðkandi mætir einu sinni í viku og það eru þrír tímar í boði: miðvikudaga og föstudaga 16.15–17.15, æfingar fara fram á fram-vellinum í safamýri og sunnudaga kl. 16 og fer sú æfing fram í kaplakrika. Allir fá skjöl og myndbönd með æfingum „Ég fer yfir öll atriði eins og hlaupastíl, snerpu, hliðarhreyfingar, hvernig á að hoppa og lenda ásamt fleiri æfingar eins og liðleika,“ segir silja. „Ég gef leiðbeiningar og allir sem mæta eru að mæta til að gera sitt besta þannig að geta og aldur skiptir ekki máli. Þau mæta á æfinguna og fá síðan skjal sent með viðkomandi æfingu svo þau geti æft sig áfram. myndband fylgir með öllum æfingum. Ég vil ekki bara vera kennarinn þeirra í 5 vikur, heldur kenna þeim að halda áfram að bæta sig og hjálpa sér sjálf.“ „Þeir sem koma til mín eru metn- aðarfullir íþróttamenn sem vilja ná lengra. Þú kemur til mín til að bæta þig.“ allar upplýsingar má fá á heima- síðu silju: siljaulfars.is eða facebook síðunni hennar siljaulfars.is. Ég á strák sem er 11 ára, hann á sér stóra drauma um atvinnu- mennsku í fótbolta. Ein leiðin að því markmiði var að fara á hlaupanámskeið hjá Silju. Draumurinn var að ná aukn- um hraða, betri hlaupatækni og hlaupastíl. Árangurinn á 5 vikum fór langt fram úr væntingum. Hann hefur bætt hraðann þvílíkt, hlaupastíllinn er allt annar og hann á miklu auð- veldara með að hlaupa. Silja er ekki bara fær hlaupa- þjálfari heldur er hún stórkostleg í samskiptum við börn og unglinga. Ég mæli með þessu fyrir alla krakka sem vilja ná auknum árangri í sinni íþrótt. Takk fyrir okkur, Silja, við ætlum að koma á annað námskeið. Elma Björk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.